Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 13
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 49 heitir. Þegar bóndinn þar kom út á mánu- dagsmorgun, liggur þar maður við dyrnar. Sér bóndi þegar, að það er Nikulás í Valla- koti, en varla gat hann greint, hvort hann væri lífs eða liðinn. Þó reyndist svo, er bú- ið var að koma honum niður í rúm hús- bóndans, að hann raknar við. Þegar liann var orðinn svo hress, að hann mátti mæla, sagði hann, að Jónas á Einarsstöðum lægi dauður á glærum ísbletti úti á Fljóti. Sjálf- ur sagðist hann hafa verið að skríða á fjór- um fótum alla nóttina. Og er hann loks komst heim á hlaðið á Vaði, var hann orð- inn svo máttfarinn, að hann gat ekki gert vart við sig. Þrjár langar bæjarleiðir eru frá Ingjalds- stöðum út að Vaði. Svo langt hafði þá hrak- ið á hlið við veðrið, þar til þeir komu niður á Fljót. Nikulás lá á Vaði í hálfan mánuð til að jafna sig eftir svaðilför sína. Kaupstaðarferð. Eins og áður er getið, fór ég allar kaup- staðarferðir fyrir Magnús bónda, meðan ég var á Halldórsstöðum. Þar var þá lausa- maður, sem Ólafur hét, og þá orðinn mið- aldra maður. Vann hann oft hjá Magnúsi við vélarnar og sérstaklega á vetrum. Ólafur var mjög drykkfelldur, þegar hann náði í vín. Heima bar ekki mikið á þessu, því að ekki var auðgert að ná í vín þar. En færi hann í kaupstað, dvaldist honum venjulega nokkuð lengi, og er hann kom lieim aftur, var hann æfinlega fullur. Einu sinni að vetrarlagi vorum við Ólaf- ur báðir sendir til Húsavíkur, og áttum við að sækja matvöru til kaupfélagsins. Þurfti þá að flytja heim svo mikið af kornmat, að ekki veitti af tveimur hestum til þess. Enda var þá sleðafæri svo gott, að ekki varð betra ákosið. En kaupstaðarleið frá Halldórsstöð- um að vetrarlagi var þá þannig að farið var upp á heiði og síðan út Þegjandidal og °fan hjá Grenjaðarstað, og þaðan eftir Laxá endilangri á ís, af lienni hjá Laxamýri, og síðan eftir veginum þaðan og til Húsavíkur. Ferðin til Húsavíkur gekk vel. Þegar við komum upp á heiðina, settumst við á sleð- ana. Færið var í bezta lagi, og Þegjandidal hallar vel undan fæti. Skokkuðu hestarnir liðugt, en gæta varð þess, að sleðarnir rynnu ekki á þá, því að þá voru aðeins notaðar dráttartaugar, en trékjálkar ekki fyrr en all- löngu síðar. Á Laxá var ágætur ís, svo að þetta var regluleg skemmtiferð, og vorum við komnir til Húsavíkur svo snemma, að við gátum tekið út vörurnar um kvöldið og bundið á sleðana. En áður en við byrj- uðum á úttektinni, þurfti Ólafur að skjót- ast inn í búð Gudjohnsens til þess að fá sér brennivín. Þar hitti hann Björn bónda í Glaumbæ í Reykjadal. Var hann þá í kaupstaðarferð og var búinn að fá sér hréss- ingu, svo að hann var orðinn dálítið kennd- ur. Var Björn alþekktur drykkjumaður, og voru þeir Ólafur gamlir svallbræður. Bar því vel í veiði fyrir þá að hittast þarna. Enda varð gleðin svo mikil, að áður en Ólafur raunverulega hafði fengið nokkra hressingu, virtist hann vera orðinn fullur. En svo máttugur virðist Bakkus vera, að sumir menn eru orðnir fullir við tilhugsun- ina eina og vitneskjuna um, að nú geti þeir fengið brennivín. Sammæltust þeir nú um að verða samferða suður Laxá daginn eftir. Lítið gagn varð að Ólafi við úttektina um kvöldið, því að bæði fékk hann sér hressingu hjá Birni, og svo keypti hann sér brennivín á fjögurra potta kút. Þá kostaði potturinn að mig minnir 90 aura. — Þó gat Ólafur borið með mér kornmatarsekk- ina út á sleðana, en þá voru kraftar hans þrotnir, og ranglaði hann þá burt til að leita að Birni. Varð ég síðan einn að ganga frá öllu á sleðunum og binda. Er því var lokið, fór ég að brynna hestunum og gefa þeirn. Að lokum fór ég heim í gistihúsið til fala gistingu og borða af nesti mínu. Þá voru þeir þar fyrir, Ólafur og Björn ásamt fleiri

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.