Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 27
N. Kv. SVEINN SKYTTA 63 einkadóttir prestsins, Geirþrúður að nafni, og var heitin herra Tange. Er þau komu inn í kirkjuna, fylgdi kapel- láninn unnustu sinni að næst innsta stól á kirkjugólfi og fór þar frá henni og settist í ■einn kórstólanna inni við altarið hjá hin- um tólf lærisveinum latínuskólans, sem önnuðust kórsönginn. í svipinn liafði hann ■ekki annað fyrir stafni en á víxl að bíta neglur sínar og að skrifa hjá sér þá, sem til drottins borðs ætluðu að ganga næsta föstu- ■dag. Það var því daginn fyrir altarisgöngu, sem skriftir safnaðarins fóru venjulega fram. Og þó varla sennilegt, að svo óvenju fjölmennt væri við kirkju í dag sökum þess •eins. Athygli kirkjugesta var einnig miklu síður beint að gamla prestinum í skrifta- stólnum en kvenpersónu þeirri, sem lá á hnjánum á steingólfinu í miðjum kórdyr- um. Hún var klædd svörtum kyrtli og víð- um, sem huldi hana alla ofan frá hálsi og niður að berum fótunum. „Það er Svartagylta!" hvísluðu menn sín á milli. „í dag á hún að skrifta opinberlega hér inni í fyrsta sinni, en á sunnudag er sagt að liún eigi að standa berfætt fyrir kirkjudyrum úti í skaflinum, kerlingar- óþokkinn!“ „Hver er þessi Svartagylta?“ spurði annar tveggja manna, sem fylgzt höfðu með fjöld- anum inn eftir kirkjugólfinu, og höfðu nú troðið sér fram í innstu röð. „Guð almáttugur sé oss næstur!" hvíslaði karlstubbur við hlið þeirra. „Þekkið þið ekki Svörtugyltu? Það er bannsett galdra- nornin, sem hefir verið á ferli hér um borg- ina og úti um sveitir og unnið mein bæði niönnum og skepnum með göldrum sínum.“ I þessum svifum kvað við hljómur lítillar bjöllu, og kom þá grafarinn arkandi með langan hvítan staf í hendi og gekk hátíð- iega borginmannlegur meðfram stólaröð- nnum beggja megin til að vekja þá, er sofn- að höfðu í kirkjunni. Er hann var kominn framhjá hópnum á kirkjugólfinu, hófst samtalið á ný. ,,Sé þetta satt, sem þið segið um Svörtu- gyltu,“ mælti annar hinna tveggja, sem nú hafði smeygt sér hljóðlátlega fram til nokk- urra sænskra hermanna, sem stóðu innar- lega, „þá fæ ég ekki skilið, hvers vegna borg- arráðið lætur hana sleppa með svona væga hegningu. Ég hélt, að það væru lög hér í landi, að brenna skuli lifandi á báli allar galdranornir, sem fást við galdrakukl og gerninga." ,,Æ já, góði herra!“ svaraði borgarbúinn og andvarpaði. „Við vorum líka einmitt að vona, að bæjarráðið mundi veita okkur þá skemmtun; en hún reyndist þeim of slung- in og útsmogin, og er þeir gátu ekki fengið hana til að játa neitt á sig, á hún að sleppa með það að ganga hér í kirkjunni undir opinberar skriftir. — Nú gefur herra Tange manninum við organverkið bendingu um, að skriftunum sé lokið." „Ekki þó ennþá,“ mælti annar maðurinn. „Ég liefi einnig skriftir fram að færa fyrir prestinum." Hann leit íhyglislega á félaga sinn og gekk síðan út úr mannþrönginni. Svíarnir voru í vegi fyrir honum, en maðurinn lagði hönd kurteislega: „Herra höfuðsmaður! Með yðar leyfi?" Að svo mæltu gekk hann kirkjugólfið og upp að skriftastólnum. Kapelláninn stóð í kórdyrum, stöðvaði hann og rnælti: „Ef þér æskið þess að eiga aðgang að heilögu drottins borði, verðið þér fyrst að koma með mér, svo að ég geti skráð nafn yðar og skilyrði." „Ég býst ekki við, að þess gerist þörf, há- eðla herra kapellán!" svaraði maðurinn með djúpri rödd og rólegri. „Hafið þér þá ekki í hyggju að ganga til drottins borðs?“ „Ég hef skriftir í hyggju," svaraði mað- urinn. „Hitt getum við rætt eftir á.“ Orðaskipti þessi fóru fram rétt hjá svart-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.