Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 41
N. Kv. HUGLEIÐING SVEITAMANNS 77 Eg neita’ ei því, sem nútíð er í greipt og nytsemd færir okkar þjóð og landi; en hefðu verið gagnsöm gæði keypt, þá gat það varnað örðugleikum, strandi. Þér ráðamenn, er allt kemur til alls, hvar ætlið þér að dulinn leynist skakkinn; það aðallega orkað hefir falls að eftir vexti’ ei tókst að sníða stakkinn. Og kæmist öldin þessa gegnum þröng, sem þegnsamlegast ætla ég að vona; tnér trúlegt þætti að leiðin yrði löng, unz léti’ hún fara aftur með sig svona. Og hvernig, sem allt verður nú á ný, ber nauðsyn til að yrkir þú og málir, svo skýrt það sjáist línu og litum í, að landið byggja hundrað þúsund sálir. Vér megum aldrei, aldrei gleyma því, þótt aftur síðar myndist vænir sjóðir, að svona ólán endurtekst á ný ef apa skyldi langtum stærri þjóðir. Mín heita ósk, sem hjarta mínu brann, er hugsjón sú, þér íslendingar góðir; af fullum drengskap styðji maður mann, að marki því, sem keppa allar þjóðir. Nú treystum því, að auðna ráði enn, alheimur byggist friðelskandi þjóðum; og einnig því, að ennþá lifa menn á Isalandi, betri gildum sjóðum. Einar Gottormsson jrá Ósi. Þegar kirkjukórnum seinkaði. Sönn saga eftir George H. Edeal. Þetta skeði kvöldið 1. marz 1950 í bæn- Um Beatrice í Nebraska*). Séra Walter Klembel hafði farið til kirkju sinnar síð- degis til að undirbúa söngæfinguna um kvöldið. Hann kveikti í gasstónni, því að flest söngfólkið var vant að koma snemma, klukkan um stundarfjórðung yfir sjö, og það var hálfkalt í kirkjunni. Síðan fór prest- Urinn heim til að borða miðdegisverðinn. Er klukkan var tíu mínútur yfir sjö, var kominn tími til að fara aftur til kirkj- unnar. Stóð presturinn tilbúinn og beið eftir konu sinni og dóttur, Marlyn Ruth. En þá kom það í ljós, að kjóllinn hennar var svo óhreinn, að frú Klempel varð að strjúka annan kjól handa henni. Og þannig stoð á því, að þau voru enn öll heima, er þetta skeði. Ladona Vandegrift, skólastúlka, var að *) Nebraska er næsta fylki sunnan við S.-Dakota í miðjum Bandaríkj unum. — Þ ý ð. bisa við flatarmálsdæmi. Hún viss vel, að söngæfingarnar byrjuðu ætíð stundvíslega, og hún var alltaf vön að koma snemma. En þetta kvöld hélt hún samt áfram með dæm- ið sitt og ásetti sér að ljúka því áður en hún færi. Royena Ester var tilbúin í tæka tíð, en gat ekki komið bílnum sínum í gang. Þær syst- ur, hún og Sadie, hringdu því til Ladonu Vandegift og báðu lrana að taka sig í leið- inni. En Ladona var stúlkan, sem sat yfir flatarmáls-dæminu, og því urðu Ester-syst- urnar að bíða. Frú Leonard Schusler mundi hafa komið að vanda kl. 7.10 með Susan litlu dóttur sína. En einmitt þetta kvöld þurfti hún að skreppa heim til móður sinnar til að hjálpa henni með að búa sig á trúboðsfund. Herbert Kípf, rennismiður, ætlaði að koma snemma, en hafði trassað að skrifa áríðandi bréf. „Ég skil ekkert í, hvers

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.