Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 35
N. Kv. MANNLÍFIÐ ATHUGAÐ í BÍLSPEGLINUM 71 rnótum um tvær mílur vegar úti í Jersey. Eg fékk óðara illan gi'un á þessum náunga. En ekki gat ég samt neitað beiðni hans, þar sem það hefði getað kostað mig stöðu mína með því, að ég yrði sviptur ökuleyfi. En er ég hafði farið framhjá síðasta umferðaljós- inu og út á þjóðveginn, steig ég hraðastill- inn alveg í botn. Og er farþeginn skipaði mér að hægja skriðinn, sagði ég honum, að spaðinn væri í ólagi og stæði fastur. Otaði þá náunginn að mér andstyggilegu skamm- byssukríli. „Stöðvaðu bílinn, bölvaður.. .!“ urraði hann og beygði sig fram að mér. í einu vetfangi skaut upp í huga mínum eldsnöggri hugsun. Ég steig hemilinn alveg til botns, og úr 90 kílómetra hraða stöðvað- ist bíllinn nærri því jafnsnöggt, sem hefði hann rekizt á þykkan múrvegg. Ég missti alveg andann stundarkorn við þrýstinginn, er ég kastaðist fram á stýrishjólið, en ná- unginn í aftursætinu átti ekki undankomu auðið. Hann steyptist í flughasti áfram og rakst á framsætið, svo að hann rotaðist. Ég tók af honum marghleypuna og ók í spretti aftur til borgarinnar, en meðan ég var að síma í lögregluna á fyrstu símastöðinni, raknaði náunginn við og tók til fótanna. Fyrir mig var þá ekki annað að gera en að bregða mér inn og fá mér kaffibolla og reyna síðan að gleyma öllu saman. V. Til þessa dags hafa aðeins tvær barnsfæð- ingar átt sér stað í bílnum mínum. En þeg- ar konuna mína langar til að erta mig, kall- ar hún mig alltaf „storkinn", og auk þess hefi ég hlotið nokkur önnur auknefni á ^vinni. Einn kaldan vetrardag, er ég ók fram og aftur um göturnar, kallaði ung stúlka í mig. Flún hafði ferðatösku í hendinni og sveip- aði kápunni fast utan um sig miðja. Ég þóttist þegar sjá, hvað hér væri um að vera, °S það stóð líka heima: j.Sjúkrahús New Yorkborgar," segir hún. Síðan lokar hún augunum og hallar sér gætilega aftur á bak í sætið. Svo er að sjá, sem hún hafi grátið all-lengi undanfarið, og þykist ég því skilja alla aðstöðu. Ógift. Þegar hún verður þess vör, að ég veiti henni athygli, rís hún upp í sætinu og ber sig borginmannlega, tekur upp vindling og kveikir í honum. Hún er víst bæði hrædd og köld, hugsa ég, en samt skolli kjarkmikil. Þegar við komum að sjúkrahúsinu, stíg- ur hún þegar út úr bílnum og réttir mér peningaseðil. En um leið og ég er að greiða henni mismuninn, kemur bíll brunandi upp að dyrunum, og ungur maður stekkur út úr honum og kallar hátt: „Margie!“ Hann þrífur í handlegg stúlkunnar og seg- ir: „Þú verður að hlusta á mig, Margie!“ „Farðu bara og láttu mig í friði.“ hreytir hún úr sér. „Mig varðar ekkert um, hvað þú ætlar að segja.“ Svo rífur hún sig lausa og tekur tösku sína og smeygir sér inn um dyrnar. Ég var í þann veginn að aka burt aftur, þegar maðurinn allt í einu kippir upp bíl- hurðinni og fleygir sér inn um dyrnar. „Aktu með mig gegnum lystigarðinn,“ seg- ir hann, og augnaráð hans er hálf-tryllings- legt. Hann tekur upp vindling, en er svo skjálfhentur, að hann verður að kveikja á þremur eldspýtum, áður en honum tekst að kveikja í vindlingnum. Við höfðum ekið um hríð og vorum komnir inn í lystigarð- inn, er hann tók að leysa ofan af skjóðunni og segja mér sögu sína. Hann er bókari í góðri stöðu í vöru- birgðadeild í litlum bæ. Þar hafði hann hitt Margie, er hún kom þangað í atvinnu- leit, og hann hafði þegar orðið ástfanginn í henni, og það alvarlega. En nú var sá ljóð- ur á ráði hans, að hann var — kvæntur. Að vísu voru þau hjónin skilin að borði og sæng, en hún vildi ekki gefa honum eftir lögmætan skilnað. í hvert sinn sem þau Margie höfðu hitzt, hafði hann ætlað að segja henni þetta, en alltaf brostið kjark

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.