Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 23
N. Kv.
SVEINN SKYTTA
59
sjáðu nú til, Sveinn. Óðar, er Hans Hátign
og hið háa ríkisráð komst á snoðir um, að
Svíar hugðu að gera innrás, ákváðu þeir, að
forráðanrenn eyjarinnar skyldu senda allt
fé bæja sinna og kirkna til Kaupinhafnar;
en það varð dráttur á að senda boð þessi,
eins og flestu öðru, sem tafist hefur sökurn
þessarar óheilla styrjaldar. En er óvinurinn
var kominn til Fjóns og rakaðr sanran fjár-
munum í hverjum bæ, tók neyðin að gera
vart við sig fyrir hvers manns dyrum, og þá
fór ég í skyndi til forráðamannanna á Lág-
landi og Falstri til að atliuga. hvort ekki
væri hægt að bjarga einhverju þaðan. Hinn
snjallvitri herra von Pappenheim hafði
ótilkvaddur safnað saman öllum lauseyri í
cínu stifti, skatteyri og tollgjöldum og inn-
heimtum kirkjugjöldum, og nanr þetta
ásamt því, sem herra Hinrik Ramnrel á
Mön sendi, fullum fimmtíu þúsund ríkis-
dölum. Þrátt fyrir margvíslegar hættur
tókst mér að komast yfir til Vordingborgar,
og þar höfunr við nú varðveitt fé þetta á
öruggunr stað, þar eð ég treysti mér ekki til
að fara burt með það. í þessum vandræðum
varð mér lrugsað til þín, sem talið er að
eigir höfuð skýrt og lrraustan arm, er Irjálp-
ar þarf að leita.“
„Hver mælir þau hróssyrði?" spurði
Sveinn.
„Hans Hátign Friðrik konungur þriðji."
Eldheitur roði flaug um andlit Sveins
við orð þessi. Hinn geiglausi og fífldjarfi
Gjöngeforingi áræddi ekki að líta upp á
hinn föla og smávaxna mann, er sat and-
spænis honum.
„Það er þá sjálfur konungurinn, sem hef-
tir sent yður að heiman í þessum erindum?“
tnælti hann lágum rómi.
„Svo er um það!“ svaraði hinn, „og fyrst
Vlð þurfum nú á sönnunargögnum að
halda, skaltu líta á þetta, sem staðfestir það,
sem ég hef sagt þér.“
Maðurinn tók nú litla leðurtösku úr
barmi sínum og upp úr lienni samanbrotið
blað. sem hann rétti Sveini.
Á blað þetat var skráð:
Öllum þeim, er bréf þetta sjá eða heyra,
sendum vér kveðju vora! Þar sem heiðarlegi
Hans Nansen, vor æðsti og tryggi
borgarstjóri út í Kaupinhöfn, er útsendur í
konungsins erindunr, hans veg að efla, þá
ber hoirum að auðsýna fúslega hlýðni, item
hjálp og aðstoð hver sá af þegnum ríkisins,
er hann kann að leita til og aðstoðar að
æskja. F r i e d e r i c h R e x.
Er Sveinn hafði lesið bréfið, rétti hann
Nansen það aftur, og munum við héðan af
nefna hann réttu nafni.
„Ef þér skylduð komast í hann krappan á
leiðinni, sagði Hans Hátign ennfremur, eða
skorta nauðsynlega hjálp, þar scm um er að
ræða að flytja peninga um land, sem her-
sett er af óvinum, og fara jafnvel inn á nrilli
herbúða þeirra, þá skuluð þér leita til Sveins
Gjönge, lrann er sá nraður, sem er fær til að
hjálpa yður, og sá er þér getið treyst fylli-
lega. Ég lagði því af stað frá Vordingborg
og lrafði loksins upp á þér í gærkvöld, eftir
langa leit, þótt frægðarsögur fari af þér og
hugrekki þínu út um alla eyjuna, hvar sem
komið er.“
Sveinn yppti öxlunr kæruleysislega.
„Virðist yður ekki réttast að geyma allt hól,
unz séð verður, hvað ég verðskulda af því
tagi? Hingað til hef ég ekki aðhafst annað
né meira en að afla mér liðs og liðinu
vopna, og fyrst nú er að því komið, að ég
lrafði ætlað mér að lrefjast handa.“
„Þú gleymir því, að ég var nærtsaddur,
er árekstrarnir fóru fram á heimili þínu.“
„Og lrvað unr það? Fjandinn sjálfur,
herra minn! ímyndið þér yður, að jafn fífl-
djarfir náungar og þessir Gjöngepiltar,
hálfgerðir útilegumenn, er svo að segja
lrafa alizt upp í stríði og árásum og alls
konar áflogum, láti stjórna sér eins og flug-