Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 19
N. Kv. SVEINN SKYTTA 55 snýr niá tíðast ganga þurrum fótum út í hann, hvenær sem er. Farið þið nú á eftir mér, einn og einn í einu, en varist að stíga til hliðar; því að þótt lagður sé sjór víðast hvar í vetur, brýtur þó straumur ísinn á j'msurn stöðum, og hlákublotinn í vikunni sem leið, hefur þynnt hann talsvert. Stefn- ið aðeins á ljóstýruna í kránni á Tapper- nöje, það eru óbrigðul mið, og þá er leið- in fljótfarin. Og skulum við svo sjá, hvort riddurunum muni takast að ráma á rétta leið. — Komdu hingað, Anna Marja! Láttu mig bera drenginn. Þú ert sennilega orðin nógu þreytt af að bera hann svona lengi.“ Ib tók drenginn í fang sér og skálmaði á undan út á ísinn. Mennirnir fylgdu Ib fast eftir, og reynd- ist all-langur spölur út í hólmann. Grágrýt- ishnöllungar voru umhverfis allan hólm- ann í fjöruborðinu, en ]Dar fyrir innan sást örla á hrísi og marhálmi og einstöku þyrni- runnum upp úr snjónum. Þótt sjór væri lagður eins langt og augað eygði út eftir Præstö-flóa, heyrðist þó öðru hvoru sjávar- sog og bylgjuskvamp undir ísnum, en nú var enginn framar að gefa því neinn gaum, og Gjöngemennirnir héldu \ iðstöðulaust áfram upp í hólmann. ,,Jæja þá, í guðs nafni!“ mælti Ib og skák- aði sér niður á einn steininn. „Hér höfum við nú fast land undir fæti, og hættan er liðin hjá að sinni. Hér geta Svíar heldur ekki náð til okkar með byssum sínum, en það óttaðist ég mest. Nú skulum við dreifa okkur meðfram fjörunni, og verið ekkert smevkir við að láta lieyrast dálítið í ykkur. Því að heyri þeir til okkar, er ekki ólíklegt, að við með því getum ginnt þá út á ísinn.“ ..Skjátlist mér ekki,“ mælti einn mann- anna, „þá hefur allur hópurinn numið stað- ar fyrir neðan brekkuna hjá Roneklint, og 11 m leið og við komum hingað hneggjaði einn hesta þeirra." ».Já, svo sannarlega, það eru einmitt þeh!“ kallaði Ib upp lilakkandi. „Þeir hafa séð til okkar og eru nú víst að ráðgast um að bregða sér út til okkar, og við skulum þá ýta undir þá.“ Hann tók eina skammbyssuna og hleypti af skoti, og það bergmálaði fleirum sinnum í bugðóttum sjávarbökkunum. í sömu svip- an sást hópur Svíanna dreifast og mynda langa runu og leggja síðan út á ísinn. Ib sat kyrr á steininum, laut áfram og rýndi út í myrkrið í áttina til lands. „En ef þeir skyldu nú koma, Ib!“ sagði Anna María skelkuð, „hvað ætlarðu þá að taka til bragðs?“ „Þeir koma alls ekki, Anna mín!“ mælti Ib alvarlega og öruggur. „Himnafaðirinn hefur girt á milli okkar og óvina okkar, og yfir þá girðingu kemst enginn þeirra." „En þeir eru þó að nálgast, þeir koma hingað á breiðu svæði, ég get núna heyrt þá tala saman.“ „Það geri ég líka,“ svaraði Ib, „en senn tekur ísinn til orða, heyrirðu það ekki, Anna María? Spenntu nú greipar, og guð sé nú veslings mönnunum náðugur." Um leið og Ib mælti á þessa leið, heyrðist drungalegt sog utan frá sænum. Riddararn- ir námu staðar og virtust hika, og sumir þeirra sneru við hestum sínum í áttina til lands, en það var um seinan. Brestir og brak kvað við í ísnum, og nístandi hræðsluóp hevrðust hvað eftir annað. Hestar hneggj- uðu, ísflekar risu á rönd og lukust saman. Riddararnir hrópuðu á hjálp og börðust fyrir hfi sínu, en hurfu brátt á'kaf og inn undir ísinn. En úti á hólmanum var Ib og félagar hans sjónarvottar að þessum svip- lega atburði. Þegar lagt var af stað frá kofa Sveins Gjönge, hafði hann staðið kyrr um hríð og horft á eftir þeim út í myrkrið, unz allt var horfið. Því næst lokaði hann dyrunum og setti hlera fyrri gluggann, svo að engin ljós- skíma sást að utan. ,,]æja, þá er nú að leggja af stað, áður en

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.