Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 14
50
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
N. Kv.
mönnum, sem einnigvoru í kaupstaðarferð.
Sátu þeir inni á „Bauk“ og drukku fast.
En svo var stofa sú kölluð, þar sem veitt
var brennivín í staupatali. Og þarna gátu
menn setið og borðað nesti sitt.
Þá var þar veitingamaður gamall og grá-
hærður öldungur, sem Sveinn hét, mjög
tignarlegur maður og virðulegur. Var hann
faðir Benedikts Sveinssonar skjalavarðar og
fyrrum alþingismanns. Þá var Benedikt
unglingspiltur heima og skenkti vín í staup-
um. Voru staupin ákaflega lítil, á allháum
fæti og botnþykk, og tóku því mjög lítið.
Voru þau kölluð pínuglös, og kostaði inni-
haldið 6 aura. Elafði Benedikt nóg að gera
að skenkja í staupin og taka á móti 6-aur-
unum. En hann var kátur og fjörugur og
hafði alltaf spaugsyrði að skjóta fram í tal
bændanna. Hann mun þá hafa verið á lík-
um aldri og ég, en þá var ég 17 ára.
Klukkan 12 á miðnætti var veitingahús-
inu lokað. Voru flestir þeirra, sem þarna
sátu að drykkju, næturgestir, og var nú far-
ið að vísa þeim til sængur. Voru flestir
þeirra látnir sofa saman. Gekk mér illa að
sofna, því að herbergisfélagar þessir þurftu
að syngja og kveða langt fram eftir nóttu.
Einnig er það siður drukkinna manna að
ráðast að þeim, sem ekki vilja drekka með
þeim, svo að ég fékk lítinn frið fyrir háðs-
yrðum þeirra og áreitni. Þó munu allir hafa
sofið nokkura stund seinni hluta nætur.
Snemma var þó farið á fætur næsta morg-
un. Var þá svo af mönnum runnið, að þeir
voru ferðafærir. Fyrsta morgunverkið var
þá að gefa hestunum og borða síðan nesti
sitt, meðan hestarnir voru að éta. Feng-
um við okkur molakaffi á eftir þurrum
matnum, sem við höfðum í skjóðunum
okkar. Og var síðan lagt af stað. Veður var
bjart og gott, en dálítið frost. Varð nú Björn
okkur Ólafi samferða. Heldur voru þeir
karlarnir rámir og slyttulegir eftir þjórið
kvöldið áður, og þurftu þeir nú oft að nema
:staðar til að fá sér hressingu. Nóg var enn
eftir á kúti Ólafs, og mun Björn einnig
hafa birgt sig svo vel, að hann þyrfti ekki
að vera þurrbrjósta.
Þegar suður kom á ísana fyrir neðan
Laxamýri, voru þeir orðnir svo fullir, að
þeir áttu bágt með að ganga með hestun-
um. Tóku þeir þá það ráð, að þeir skipuðu
mér að fara á undan; settust þeir svo báðir
á aftasta sleðann, en hestar þeirra eltu mig
og minn hest. Ekki gátu þeir setið á sínum
sleðanum hvor, því að þá var of langt á
milli þeirra4 Höfðu þeir margt að spjalla
um sín á milli og voru auk þess að syngja
og kveða til skiptis.
Héldum við þannig áfram, unz við vor-
um komnir suður hjá Núpaseli. Það er
austan við Laxá, vestanvert í Hvammsheið-
arendanum. Hafði til skamms tíma verið
þar bær, en Sigurjón á Laxamýri keypti
jörðina, lagði hana í eyði og hafði þar síðan
beitarluis, því að þar voru góðir vetrarhag-
ar. Þar í ánni er hólmi, og rennur meiri
hluti árinnar austan við hólmann; er hún
þar svo straumhörð, að luin er íslaus, en
skarir að henni beggja megin. Vestan við
hólmann var áin lygnari, og var þar traust-
ur ís, og fórum við því eftir honum.
Nú þurfti að hvíla hestana og fá sér mat-
arbita, og var þarna tilvalinn staður til þess.
Eg leysti ekki hestana frá sleðanum, heldur
gaf hverjum hesti fyrir sig á ísinn. Síðan
draslaði ég félögum mínum upp í hólm-
ann og einnig öllum nestisskjóðunum.
Hólminn var snjólaus og mjög grösugur.
Var því góð hvíld að setjast í mjúka sinuna.
í svona ferðalögum var maður æfinlega vel
nestaður, og var nestið oftast flatbrauð,
smjör og hangikjöt. Var þetta lystugur mat-
ur. Man ég, að þeir Björn og Ólafur borð-
uðu vel, enda veitti þeim víst ekki af því,
þar sem brennivínið hafði víst verið eina
næringin kvöldið áður; en um morguninn
voru þeir heldur lystarlitlir. Hresstust þeir
því vel við matinn, svo að þeir voru færir
um að standa á fótum á eftir, og þá einnig