Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 28
64 SVEINN SKYTTA N. Kv. klæddu konunni knjákrjúpandi. Hingað til hafði hún falið andlitið í höndum sér, en leit nú upp, og kom þá í ljós magurt andlit og kinnfiskasogið, undirförult og lymsku- legt á svip, og drættir allir kipraðir og skældir. Hörundslitur hennar var gulbleik- ur, og hörundið allt þétthrukkótt á gagn- augum og umhverfis munn og augu. Var- irnar veru verptar og skýldu aðeins til hálfs skásettum og svörtum tönnum. Ókunni maðurinn leit sem snöggvast á þetta óhugn- aðslega andlit og hrökk við, en áttaði sig þegar og gekk yfir að skriftastólnum og beygði þar kné. Herra Tange stóð kyrr í kórdyrum og lrorfði forviða á eftir honum. Bæjarbúi sá, er sagt hafði honum frá Svörtu- gyltu, sneri sér nú að félaga hans og hvísl- aði: „Mætti ég allra auðmjúklegast spyrja, góði herra: Hver er maður sá, sem við vor- um að tala við rétt áðan. Hann er ekki úr vorri kirkjusókn, og eigi hef ég séð hann áður.“ „Nei, því trúi ég vel,‘ ‘svaraði hinn; „og hvernig ættuð þér líka að hafa séð hann áð- ur, þar sem hann er fyrir skömmu hingað kominn frá Þjóðverjalandi." „Frá Þjóðverjalandi?" endurtók borgar- búi forviða. „Hann mælti þó mjög vel á danska tungu, virtist mér.“ „Hann mælir á öll tungumál heims, og hvers vegna ætti hann þá ekki einnig að mæla á danska tungu? Hann er mikils hátt- ar maður af hinum háa aðli — mjög mikils háttar maður,“ bætti hann við með sérstakri áherzlu, „og það erum við báðir. Hann á lrið glæsilegasta greifadæmi, sem hægt er að hugsa sér, og ég einnig, það er að segja, mitt er aðeins lítið greifadæmi.“ „O nei, o nei,“ sagði borgarbúi forviða. „Hvað er að heyra það arna.“ „í þessu greifadæmi sínu á hann þá feg- urstu hunda, sem fyrirfinnast hér í lreimi; og þó eru nú hundarnir sem ekkert í sam- anburði við byssur hans. Hann á vöndul- byssur frá Luttich með riffluðu hlaupi, kvíslarbyssur frá sama stað, stórar eins og fallbyssur, og byssur með hjóllás, sem hægt er að nota í hvaða veðri sem er. Og svo að ég nefni nú ekki sverðin hans, þau sneiða harðan tinnusteininn eins og búrhnífur sker mjúkan ost, og eru þó svo hárbeitt, að raka má með þeim skegg sitt alveg inn að kinnbeinunum." „Guð komi til!“ mæltu áheyrendur af miklum fjálgleik. „En hvers vegna kemur slíkur hefðar- maður hingað til að skrifta fyrir presti vorum?“ „Hann hlaut merkilegða opinberun síð- astliðna nótt,“ svaraði maðurinn. „Ég get svo sem vel sagt ykkur það, þar sem þér virðist vera mjög heiðvirðir menn. Engill- inn Gabríel opnberaðist honum, já, hann birtist okkur báðum, eins ljóslifandi og ég stend hér frammi fyrir yður. Nú hefur félagi minn gengið fram til prestsins og spyr hann nú, hvort það muni talin synd, að kristinn maður kvænist dóttur Tyrkja- soldáns. Um þetta spyrjumst vér fyrir í liverri borg og bæ, sem vér gistum.“ Meðan þessari fræðslu fór fram, kné- kraup hinn félaginn frammi fyrir prestin- um og hvíslaði að honum: „Háæruverðugi herra prestur! Sitjið þér bara kyrr og látið eigi verða þess vart, að þér verðið forviða á orðum mínum. Ég kem hér á fund yðar í mjög alvarlegu er- indi, og þar eð það er mjög mikilvægt fyrir okkur báða, að ekkert mannlegt eyra nema yðar heyri erindi mitt við yður, þá kaus ég þennan helga stað sem hinn öruggasta, er ég gæti hugsað mér.“ Gamli presturinn starði sem steini lost- inn á manninn, og leið nokkut stund, unz lrann hafði áttað sig nægilega til þess að geta svarað: „Hvert svo sem erindi yðar kann að vera, þá ber mér ekki að hlýða á það í húsi guðs, því að hér ræki ég aðeins hin kirkjulegu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.