Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 42
78 ÞEGAR KIRKJUKÓRNUM SEINKAÐI N. Kv. vegna,“ sagði hann eftir á. Hann tafðist við þetta og varð því of seinn. Það var kalt um kvöldið. Joyse Black, hraðritunarstúlka, kenndi „ofurlítils las- leika“ og hélt sig því innan hlýrra veggja fram á síðustu stundu. Hún var í þann veg- inn að leggja af stað, er þetta skeði. Harvey Ahl þurfti að vera heima til að líta eftir litlu drengjunum sínum tveim vegna þess, að konan hans var ekki heima. Hann ætlaði að taka drengina með sér á æf- inguna, en þetta dróst einhvern veginn hjá honum. Og er hann loks leit á klukkuna, var hann orðinn of seinn. Marilyn Paul, píanóleikarinn, hafði ætl- að sér að vera kominn í kirkjuna hálfri stundu fyrir æfingu. En samt lagði hún sig útaf og sofnaði eftir miðdegisverðinn, og þegar móðir liennar vakti hana um 7.15, hafði hún aðeins tíma til að snurfusa sig ofurlítið og lagði síðan af stað. Frú F. E. Paul, söngstjóri og móðir píanó- leikarans, var sein að þessu sinni eingöngu sökum þess, að dóttir hennar var það. Hún hafði árangurslaust reynt að vekja hana stuttu áður. Lucilla Jones og Dorothy Wood eru skólasystur og nábúar og eru vanar að verða samferða á söngæfingarnar. Nú var Lucilla að hlusta á 7—7.30-útvarpsskrána og brá því vana sínum um stundvísi vegna þess, að hún vildi hlusta á dagskrána til enda. Dorothy beið því eftir henni. Klukkan 7.25 kváðu skyndilega við leikna drunur, sem heyrðust um allan Beatrice-bæ. Það var kirkjan, sem sprakk í loft upp. Veggirnir hrundu út á við, en hið þykka og þunga timburþak féll beint niður með braki og brestum eins og geysimikil gildra. En sökum ómerkilegra smámuna sem blett- aðs kjóls, miðdegisblunds ungrar stúlku, óskrifaðs bréfs, flatarmálsdæmis og bíls, sem vildi ekki fara í gang, varð allt söng- fólkið að þessu sinni of seint á æfingu þetta sama kvöld, — og það hafði aldrei áður komið fyrir. Slökkviliðið taldi, að sprengingu þessari muni liafa valdið gas úr lekri pípu fyrir utan, er síðan hafi streymt inn í kirkjuna og svo kviknað í því frá gasstónni logandi. Söngfólkið gerði sér enga sérstaka hugmynd um upptök eldsins eða sprengingarinnar. En hvert þeirra fór ósjálfrátt að velta fyrír sér slitróttum atriðum undangenginnar ævi sinnar og furða sig á því, hvenær maður muni geta sagt ákveðið og nákvæmlega: „Hér hefur Guð verið að verki!“ Helgi Valtýsson sneri úr ensku. Utvarpsleikurinn sem gerði atla þjóðina dauðskeikaða Eftir CHARLES JACKSON (Fororð: Eitt sunnudagskvöld í fyrra færði órækar sannanir fyrir því, hvílíku ógnar ægi-valdi útvarpið hefur yfir að ráða, væri því beitt miskunnarlaust í ákveðnum tortímingar tilgangi. — í Netvark í New Jersey þutu yfir 20 fjölskyldur út úr húsum sínum með blauta klúta og þurrkur yfir höfði sér og andliti til að flýja undan ímyndaðri gas-árás. í San Francisco trúðu hlustendur því almennt, að. skollin væri á Bandaríkin ógurleg árás utan úr geim- inum. New York borg væri eyðileggingunni undirorp- in, og hinir ægilegu Marzbúar væru nú á hraðri leið vestur eftir. — „Guð minn góður," lirópaði maður einn í síma. „Hvcrnig á ég að afla mér mægilega margra sjálfboðaliða? Við verðum að stöðva þessa ægilegu árásl") Við hjónin vorum nýkomin lieim úr mið- degisverðarboði í Greenwich þorpi, og ég stillti útvarpstækin á WABC til að heyra, hvernig Orson Welles útvarpið færi fram. Venjuleg aflutti Orson einhverja skáld- söguna í leikritsformi. Dagskrártilkynning- in hljóðaði á þessa leið: Columbia útvarps- kerfið og tengistöðvar þess flytja Orson Welles og Mercury Leikhús loftsins: Bar- dagi geimanna eftir H. G. Wells. (Kunn, ævintýraleg skáldsaga: „Innrásin frá Marz“.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.