Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 8
122 ÞÁTTUR UM LILJU GOTTSKÁLKSDÓTTUR N. Kv. að lijónin Björn Guðmundsson, Björnsson- ar, Guðmundssonar Skagakóngs, og Sigríð- ur Pétursdóttir £rá Reykjum í Tungusveit. Með þeim hjónum kom vinnustúlka, er Guðrún hét Jónsdóttir, myndarstúlka í hví- vetna. Dró fljótlega saman með þeim Jóni og Guðrúnu, og varð hún fylgikona hans. Næsta vor fóru þau að Efra-Nesi, sem er næsti bær við Malland, en utar á Skaganum. Þá bjó í Neðra-Nesi Sigurður Guðmunds- son frá Áshildarholti í Skagafirði. Ingibjörg hét kona hans, Sveinsdóttir frá Efra-Nesi. Þau hjón áttu þá 4 börn í órnegð. Einhvern jóladag bar það til, að Ingibjörg kom með börn sín öll að Efra-Nesi, en snertispölur er á rnilli bæjanna. Þegar sást til ferða Ingi- bjargar, varð Jóni Gottskálkssyni að orði: Fylking stóra fekk ég séð framan róla bæinn: Kusa fjóra kálfa með kom á jóladaginn. Var ekki trútt um, að sumum þætti þetta ónotalega og ómaklega mælt. Þótt vísan sé ekki illa gerð, mun lnin lýsa vel kveðskap Jóns og innræti, Jrví að jafnan var hann nap- uryrtur og kerskinn, ei: hann sá sér leik á borði, og voru margar vísur hans í Jressunr anda. Var hann Lilju systur sinni öllu geð- ríkari í kveðskap. Einhverju sinni kom Jón á bæ, Jrar sem fátækt. var mikil. Var honum veittur beini, er var kaffi og ein lumrna eftir því sem Jóni sagðist frá á eftir. Um góðgerðirnar kvað Jón: Mundi ég kunna kaffi fá hvolft í munn að vana; hjá þeim brunni líka lá lumma þunn einmana. Jón var misjafnlega séður af nágrönnum sínum, og höfðu margir liorn í síðu hans. Varð hann þessa oft var og galt þá jafnan illt með illu. Svo að einhverju sinni, er hann heyrði illmælgi um sig, kvað hann: Mýslur liggja hér ég hygg, hafa ótryggan muna; ólmar tyggja eins og bygg á mér hrygglengjuna. Þorsteinn hét maður, Jóhannsson frá Sel- landi, fór til Vesturheims, hagorður vel, en níðskældinn. Hann kvað um Skagamenn, utan Ketubjarga: Dyggðum f'arga dáðlausir, drýgja hór og stela; eru kargir, ágjarnir, Utanbjarga-verarnir.1) Jón Gottskálksson taldi sig sjálfkjörinn til að rétta lilut þeirra Utanbjarga-manna, Jrar sem hann var einn Jseirra, og kvað: Mynda hvefsinn myrðir fer, mannorðs sannur þjófur; húsgangs lefsu hokinn grér, hjarta refs í skrokknum ber. Jón Gottskálksson var fjölþreyfinn til kvenna, og fékk ekki Guðrún nægt honum, er stundir liðu fram. Átti hann son, er Jó- hannes hét, með Sólveigu nokkurri, er var eins konar ráðskona hans. Jóhannes drukkn- aði ungur, með Bjarna Jónssyni Bjarnarson- ar frá Sjávarborg. Jóhannes átti þá heimili lijá Jóhannesi Ólafssyni, sýslumanni í Hegranesþingi, efnismaður talinn og vel látinn. Skömmu fyrir slysið dreymdi hann, að maður kæmi til lians og kvæði þessa vísu: Frelsarans er fögur mynd, farðu hans að ráðum. Daglega ei drýgðu synd, dauðinn kemur bráðum. Jón Gotskálksson var ekki við eina fjöl 1) Þorsteinn Jóhannsson átti heima á Hvalnesi á Skaga. Símon Dalaskáld kom Jtar eitt sinn, er Þorsteinn var ekki heirna. Þegar hann kom, mælti Símon: Utan at Skaga skakkur hragasmiður, Þorsteinn kominn úti er. Ekki vominn hræðumst vér.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.