Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 42
156 SVÖRT VERÐA SÓLSKIN N. Kv. um það verður naumast deilt, að höfund kvæðanna í Svört verða sólskin ber að telja meðal beztu núilfandi ljóðskálda okkar. . . . Guðmundi Frímann hefur tekizt að breyta órum og hug'boðum í áhrifamikinn, hugð- næman og göldróttan skáldskap. Honum hefur auðnazt að samtvinna hagleik, boð- un og tilfinningu í myndríkum, litauðug- um og marghljóma kvæðum, er reynast því snjallari sem nraður les þau oftar og betur. Ekkert kvæðanna í Svört verða sólskin get- ur talizt lélegt eða misheppnað.. Helgi Sœmundsson, ritliöf., í Alþ.bl. .... Bölsýni og tregi sækir þó oft fast að skáldinu, en sem betur fer á það sjaldan skylt við sjálfsaumkun, og aldrei fatast því hið tárhreina, kliðmjúka Ijóðform. Kvæðin eru gædd þeim galdri, sem sleppir ekki af manni tökum eftir að hafa komizt í snert- ingu við þau.... Skyldu önnur 1 jóðskáld gera betur á þessu ári? Sig. Róbertsson, rithöf., í Verkam. .... Órækar sannanir má færa fyrir því, að ljóðin í þessari nýju bók Guðmundar eru enn fágaðri en í fyrri kvæðum hans.... Dýpt kvæðanna er meiri en áður. . . . Ann- ars luma þessi ljóð ótrúlega á gæðunum. Þau heimta gaumgæfilegan og marg endur- tekinn lestur, ef þeirra á að verða notið til fulls. Á bak við orðin leynast einhverjir huldutöfrar..... Þóroddur Guðmundsson, skáld, í Tímanum. .... Þessi ljóð eru undarlegt sambland af náttúrulyrik og tregablandinni örvænt- ing. Höfundurinn er staddur á þroskaferli sínum í þeirn dauðans skuggadal, sem dul- spekingar kalla „svartnætti sálarinnar“ og telja að sé undanfari nýrrar dagrenningar. Hann skynjar með söknuði, að þessi veröld líður undir lok og hennar dýrð. . . . En mikið listaskáld er Guðmundur Frímann. Á kvæðunr hans er hvergi blettur eða hrukka. Þau eru kliðmjúk og söngræn, og hættir falla vel að efni, og mælska hans og orðgnótt er með ágætum og fegurðarskynj- un hans afar næm.... Þýðingar G. F. eru jafnlistrænar og kvæði hans önnur. T. d. er þýðingin á Jarðarför Fiðlu-Óla eftir Dan Andersson snilldarverk og stendur alls ekk- ert að haki þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar..... Sr. Benjamín Kristjánsson, í íslending. .... Síðan hefur hróður lians vaxið með hverri bók, og með þessari nýjustu tekur hann sér öruggt sæti meðal okkar beztu skálda..... Útvarpsblaðið. .... Ég úska þér innilega til hamingju ineð þessi dásamlegu ljóð. Þetta er tvímæla- laust bezta ljóðabókin í mörg ár..... Vilhj. S. Vilhjálmsson, rithöf., í bréfi til liöfundar. .... Ég hef um langt árabil ekki skilið, hvers vegna Guðm. Frímann duldist þeirri þjóð, sem telur bókmenntir sér til ágætis. Ég vil eltki gera það, að nefna fjölda af nöfnum, sem tranað var frarn par, sem hans var eklti nefnt, nöfn manna, sem komast ekki með tærnar, þar sem hann hafði hæl- ana. Það er áfengur unaður í fjölmörgum kvæðum hans: „Kom, draumur, er vindar á langfiðlur leika, og leið mig um heiðina náttsólarbleika.“ .... Því í fjandanum gat mér ekki dottið þetta í hug? .... Guðmundur Böðvarsson, skáld. Úr bréfi til Braga Sigurjónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.