Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 39
N. Kv. BÆKUR 153 Jón Sigurðssón frá Yztafelli: Helga Sörensdóttir. Rvík 1951. Útg. ísa- foldarprentsmiðja. Hér segir Jón í Yztafelli ævisögu níræðrar konu í Þingeyjarsýslu. Er hún nákvæmlega rakin og gefur ágæta hugmynd um líf al- mennings Jrar nyrðra síðari helming 19. aldar og fyrstu áratugi hinnar 20. Er hún að því leyti merkt heimildarrit, Jjví að ekk- ert virði.st undandregið af Jrví, er við bar á búi bóndans. Frásögnin er lipur og við- felldin, og gerir höf. eða ritarinn, eins og hann sjálfur kallar sig, enga tilraun til að flúra söguna með óþarfa útúrdúrum, liug- leiðingum um hitt og þetta, eða skáldaýkj- um. Ég spái því, að saga Helgu Sörensdótt- ur verði mikið lesin og Joyki Jdví merkari bók, sem lengra líður frá atburðum, og; menn kunna betur að meta raunsæja frá- sögn af lífi og striti liðinna kynslóða. Steindór Steindórsson. Árni á Arnarfelli og dœtur hans._ Skáldsaga eftir Símon Dalaskáld, ísafoldarprentsm. h.f. Rvík 1951. Saga Jæssi hefur þann kost, að hún er skemmtileg. Mikið skáldverk er lrún ekki,. en Jró ekki ómerkileg sveitalýsing frá þeim tíma, sem liún á að gerast, og mannlýsingar eru margar allgóðar. En vísurnar, sem í henni eru, eru vægast sagt, mjög lélegur skáldskapur. Þ. M. J. Anton Malir: Árni og Berit, I. Æfintýraför um Afríku. Útg. ísa- foldarprentsmiðja li.f. Rvík 1951. Bók Jjessi hefst á því að segja frá Titanic- slysinu. Síðar er hún saga tveggja systkina, sem bjöguðust á smábát, lentu síðar til Afríku og ferðuðust um hana þvera og lentu í ótal æfintýrum. Frásögn er lifandi og skemmtileg. Þ. M. J. Guðbrandur Magnússoyi: Skriftin og skapgerðin. Rvík 1951. Útg. ísafoldarprentsmiðja. Bók þessi fjallar um liina svonefnclu rit- handarfræði, Jjað er um það, hversu lesa megi skaphöfn manna af rithönd þeirra, Er Jrar fylgt meginreglunum og sýnd nokk- ur rithandarsýnishorn og skýrð um leið. Ekki kann ég um þessa hluti að dæma né sannfræði þessara vísinda, en skennntileg dægradvöl er það að ráða rithandir eftir lykli Jreim, sem [jarna er gefinn, og munu margir gera slíkt sér til skemmtunar og fróðleiks. Bókin er hin fegursta að öllum ytri Irágangi. St. St. Þrjár unglingabcekur.’ Þá hefur ísafoldarprentsmiðja séiít á markaðinn þrjár unglingabækur, sem allar eru í fremstu röð bókmentna. Eru Jaær: Borgin við sundið eftir Jón Sveinsson (Nonna), Málleysmgjar Þorsteins Erlings- sonar og Ljósið i glugganum eftir Margréti Jónsdóttur. Borgin við sundið er 5. bindið í heildar- ritsafni Nonna, sem ísafolcl hóf útgáfu á fyrir nokkrum árum. Segir þar frá dvöl og ævintýrum hans í Kaupmannahöfn. Er hún með sama marki og aðrar Nonnabækur, sem löngu eru, og að verðleikum, viðurkenndar hinar beztu unglingabækur um víða ver- öld. Dýrasögur Þorsteins Erlingssonar, Mál- leysingjar, koma nú út í 2. útgáfu, snoturri og látlausri. Vafasamt þykir mér, að öðru sinni hafi verið fegur skrifað um sambúð manna og dýra á íslenzku en í þessum sög- um Þorsteins. Mannúð sú og mildi, fegurð og göfgi, sem Ijómar þar af hverri setningu, gerir Jiessar sögur ekki einungis hinar ágæt- ustu barnasögur, heldur hlýtur hver og einn maður, sem kann að meta góða bók, að njóta þeirra. Og þær eiga sammerkt við 20

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.