Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 35
N. Kv. SVEINN SKYTTA 149 því allir skammbyssur sínar. En Ib lá gra£- kyrr í snjónum og kveinkaði sér. Og er hann loks staulaðist á £ætur, sagði hann liressi- lega: Guði sé lo£, að þetta var þá porstunnan, sem við misstum! Mjöðinn höfum við þá e£tir.“ Liðþjálfinn skellti upp úr og svaraði: „Ég held það megi vera fjandans sama fyrir þig, kunningi! Þú færð svei mér hvort sem er hvorki að gæða þér á miði né pors- öli! Skríddu nú upp í aftur og reyndu að halda þér fast, annars læt ég rígbinda þig niður á sleðann.“ Þeir Ib og Sveinn horfðust í augu og skildu hvor annan. „Þrír steinar," tautaði Sveinn í hálfum hljóðum. „Trérót á bakkanum hinum megin við ána,“ hvíslaði Ib. Þetta voru miðin á vökinni, sem tunn- an hafði farið ofan í. X VIII. Heimahundurinn. Meðan Sveinn hafði verið að störfum suður hjá Vordingborg, hafði sænska her- liðinu fjölgað stórum umhverfis Jungs- liöfða. Hafði það setzt að í öllum þorpum þar í nágrenninu, og voru síðan smádeildir sendar rit af örkinni til að afla matvara og þó sérstaklega fóðurs handa hestunum, því að skortur var orðinn tilfinnanlegur. Það var þetta, sem olli því, að drekaridd- ararnir mættu allmörgum af félögum sín- um, áður en þeir voru kontnir til skógarins. Liðþjálfinn sagði þeim óðar söguna af veið- inni miklu, er fallið hefði þeim í hendur, og bættust hinir þá þegar í hópinn, svo að það var allfjölmennur hópur Svía, sem stefndi til hallarinnar. í miðjurn hóp þess- um sat nú Sveinn í kvenbúningi sínum, og var horft á hann úr öllum áttum með mik- illi forvitni, án þess að hann virtist veita því athygli. Svipur hans lýsti djúpri alvöru, en samfara því karlmannlegri ró og ákveðni. Nokkrum sinnum hafði hann hallað sér aft- ur á bak í framsætinu og hvíslað einhverju að Ib, sem aðeins kinkaði kolli í svars skvni. Er riddaraliðið kom út úr skóginum og niður að brúnni, sem lá yfir lónið, en það- an sást til hallarinnar, reið liðþjálfinn á undan í broddi fylkingar. Er sleðinn nam staðar, og drekariddar- arnir höfðu fullt í fangi með að varna fólks- fjöldanum að verða of nærgöngult, tók lið- þjálfinn fyrst eftir því, sér til mikillar skelf- ingar, að annan fanganna vantaði. Ib var horfinn, án þess að nokkur hefði orðið þess var. Heima á hlaðinu slógu drekariddararnir hring um sleðann. Liðþjálfinn steig af baki og gekk upp í höllina til að gera vart við sig hjá Sparre ofursta. En samstundis jókst áhorfendahópurinn umhverfis Svein í sífellu. Afrek hans höfðu iðulega verið umræðuefni óttasleginna her- manna, og var þeim því fagnaðarefni að fá nú að sjá niðurlægingu hans. Dularbúning- ur hans vakti einnig mikla kæti og margvís- legar athugasemdir, sem tekið var með al- mennum fögnuði. Sveinn virtist vera algerlega ónæmur fvrir öllu þessu. Hann sat kyrr á sleðanum í bláu blendivoðarkápu sinni og starði fast út í bláinn. Öðru hvoru leit hann þó upp og beindi sjón sinni að glugga á efstu hæð liall- arinnar. Voru gluggatjöldin þar dregin saman, en þó sást bregða fyrir l'ríðu kven- andliti, er virtist horfa í áttina til Gjönge- höfðingjans. í mannfjöldanum, er þyrpst hafði sarnan, var ungur lúðurþeytari, sem mikið lét á sér bera og varpaði skensi og grófum skætingi að Sveini, og vöktu þessar árásir hans mik- inn hlátur og kátínu í hópnum. Að lokum gramdist honum, hve Sveinn var rólegur og kaldur, og ætlaði hann nú að krydda ofur- lítið gamanið og þreif flókahattinn af höfði Sveins. Við móðgun þessa virtist Sveinn loksins átta sig og vakna. Hann svipaðist um með mestu fyrirlitningu og mælti síðan: ('Framhald).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.