Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Qupperneq 17
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 131 nokkur liundruð krónum. En hitt fannst honum vera óbætanlegur álitshnekkir. Nú varð að flytja nokkur gild tré vestur í staðinn fyrir þau, sem brotnuðu, og var það dýr flutningur. Þá voru engir kerru- vegir, svo að ekki var hægt að aka þeim. Varð því að draga þau aftan í bát út í Hörg- árós, og þaðan voru þau svo dregin suður ána, eitt og eitt í senn. Bundinn var í þau langur kaðall, og gengu síðan tveir dráttar- menn, sinn hvorum megin árinnar, og drógu hvert tré. (Framh.) Erfðarskráin hennar. Sönn saga eftir Fulton Ousler. Gamla konan hruma var blaut og þreytu- leg. Hún var með þeini fremstu í biðröð- inni, sem nú náði meðfram hálfri liúsaröð- inni frá miðasölu einnar kvikmyndahallar N ew-Y ork-borgar. Hún bar ofurlítinn nestisböggul með smurðu brauði undir annarri hendinni, og í hinni hélt hún á regnhlíf. Þarna hafði hún staðið í þrjár klukkustundir, er hún allt í einu hneig niður í yfirliði. Hinn glæsilegi dyravörður í bláurn, gull- bryddum búningi, tók gömlu konuna upp í fang sér og bar hana inn í tómt kvik- myndahúsið. Síðan náði hann henni í lækni, og gamla konan raknaði brátt við aftur. Rétt á eftir sat hun makindalega í gylltum stól og lrorfðist í augu við aðstoðar- sýningarstjórann. En hann var írlendingur og bláeygður. ,,Eruð þér nú orðin nógu hress til þess, að ég geti ekið yður heim aftur í bílnum mínum?“ spurði hann. „Nógu lasin, eigið þér víst við,“ sagði gamla konan og brosti ofurlítið. „Ég kom hingað til þess að sjá myndina. — En í ham- ingjubænum, þér eigið þó ekki við, að ég hafi glatað rétti mínum í röðinni?" Hún átti fallegt og góðláflegt bros, gamla konan, og hún hristi höfuðið ákveðið og einbeittlega, meðan hún talaði og lagaði á sér fornfálegan hattinn sinn með bliknuðu fjöðrinni grænu. Hún var einna áþekkust prentmynd í gömlum blöðum: í pokaerm- um, með fjaðurstrút um hálsinn og í flug- víðum pilsurn — ellaust heilmörgum rnilli- og nærpilsum undir því yzta. „Segið mér eitthvað um sjálfa yður,“ mælti aðstoðarmaðurinn. „Er eiginmaður yðar á lífi?“ „Nei. Látinn. Sonur rninn líka látinn. Það er þess vegna, sem ég kem hingað til að sjá þessa Gary Cooper-mynd. Hann lík- ist svo drengnum mínum. Ef þér viljið nú leyfa mér að fara út aftur í röðina mína. . . . “ „Kornið þér með mér. Það er verið að frumsýna og reyna myndina, og þér getið setið inni og horft á hana. Ég skal senda yður lieitan kaffibolla, og þér getið bara setið kyrr sýninguna á enda.“ „Ég horfi alltaf tvisvar á myndina," mælti hún. „Má ég þá sitja yfir tvær sýn- ingar “ „Eins margar og þér bara óskið,“ — Þannig liófst vinátta þeirra. í hvert sinn og ný mynd var á ferðinni, kom gamla kon- an með nestisböggulinn sinn, fjaðurstrút- inn og allt hitt, og í hvert sinn drap hún á dyr aðstoðarmannsins til þess — að því er hún sagði — að spjalla ofurlítið við hann. Einn daginn bauð hún honum heim til sín upp á tebolla. En hann mátti ekki vera 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.