Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 30
144 SVEINN SKYTTA N. Kv. Samtal þetta, frá upphafi til enda, höfðu þau Tam og Surtla heyrt upp á loftið. Þau liöfðu lagzt niður á gólfið og hallað eyra niður að lausum loftsfjölunum, og niður um rifurnar gátu þau séð allt, sem fram fór niðri í stofunni. „Heyrirðu það?“ hvíslaði Surtla og not- aði tækifærið, er þrusk nokkurt varð, þegar Ib fór út. „Þeir liafa mjaðarkút úti á sleð- anum.“ „Já, og inndælis mat á borðinu," svaraði Tam. „Sá, sem nú gæti náð sér í dálítinn bita! “ Þegar Sveinn hafði hengt kufl Ibs fyrir aðra gluggaboruna og sinn kufl fyrir hina, brá hann sér út fyrir vegg til að gá að, hvort nokkur ljósglæta væri sjáanleg að utan. í sama vetfangi reis Surtla upp á hnén og lyfti upp einni lausu gólffjölinni. „Hvað ertu að gera?“ spurði Tam skelk- aður. „Gáðu að því, góða mín, að mitt auma líf er í veði, verði þeir okkar varir.“ „Hugsaðu aðeins um það, að ég verð að sjá um að ná í ofurlítinn kvöldverð handa okkur tveimur svöngum vesalingum.“ svar- aði Surtla. „Kvöldverð?" át Tam upp eftir henni, alveg undrandi. Surtla svaraði engu öðru en því, að hún kippti lausum all-löngum staf, sem var til styrktar þaksperrunum, og síðan lagðist hún aftur niður á gólfið og stakk stafnum niður um opið og náði þá í matinn á borð- inu. „Sjáðu nú til, heillakarl, hérna höfum við nú kvöldverðinn,“ livíslaði hún hreykin og dró upp hafrabrauð, sem hún hafði stungið stafnum í gegnum. „En svei mér þá, matgoggurinn þinn, jni vilt eflaust fá eitthvað með brauðinu. Ég held ég þekki þig.“ Síðan stakk hún stafnum niður á ný og fékk nú góðan drátt, — stærðar kjöt- bjúga. Tam hafði setið algerlega orðlaus af undrun, en hvíslaði nú, er hann sá pyls- uria: „Æ, Bóthildur góða. Láttu nú staðar numið. Það verður úti um okkur, þegar ]>eir koma inn aftur og sjá, að maturinn er horfinn." „Ekki er vitinu fyrir að fara hjá þér,“ hvíslaði Svartagylta. „Fátæklingar eins og við mega ekki við jrví að liafna björginni, og það er ekki á hverju kvöldi, sem liimna- faðirinn er svo rausnarlegur að senda okk- ur annað eins. Nú hefi ég séð um kvöld- verðinn, en svo þarf einnig að Jiúgsa ofur- lítið fyrir morgundeginum." Meðan hún hélt Jtessa ræðu, hafði hún fiskað upp annað brauð og dálítinn ostbita og var nú að renna á nýjan leik, er fótatak heyrðist fyrir utan. Dró hún Jrá stafinn upp í skyndi og velti fjölinni niður, og rétt á eftir komu Jjeir Sveinn og Ib inn aftur. Ib kallaði upp yfir sig, er hann skákaði mjaðarkútnum upp á borðið og varð Jress var, að horfið var mikið af matnum. Hann varð furðulega vandræðalegur á svipinn. „Hver hefur tekið mestallan góða matinn okkar?“ Jrusaði liann. „Líttu bara á! Borðið er nærri tómt, og þó hefur hvorugur okkar fengið minnsta bita ennþá.“ Sveinn gat auðvitað ekki fundið neina ráðningu á Jiessari gátu, og jDeir brutu síðan lieilann um hríð og veltu fyrir sér málinu, án Jjess að komaast að nokkurri sennilegri niðurstöðu; en uppi á loftinu sátu hjóna- nefnurnar og gæddu sér á réttunum og höfðu mestu skemmtun af vandræðahjali félaganna niðri. „Einhver hlýtur að hafa laumast inn í stofuna, meðan við vorurn úti,“ mælti Ib. „Án Jtess að við yrðum Jdcss varir?“ sagði Sveinn og yppti öxlum. „Nei, það er mjög ólíklegt. — En nú skil ég, hvernig í öllu liggur. Það eru rotturnar, sem liafa stolið matnum." „Rotturnar?" endurtók Sveinn, „tvö

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.