Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 33
N. Kv. SVEINN SKYTTA 147 ,,Hvað hafið þið þarna meðferðis á sleð- anum?“ spurði fyrirliðinn. „Dálítinn mjaðarsopa og ofurlítinn slatta af porsblandi/' svaraði Ib. „Fjandinn hirði porsblandið ykkar! En gef mér að bragða á miðinum þínum," sagði fyrirliðinn. Ib fyllti kollu, og Svíinn drakk. „Fjandinn liirði ykkur, bölvaðir ræflarnir ykkar!" hreytti hann úr sér, er hann hafði tæmt kolluna. „Mjöðurinn er hálffrosinnog vatnsblandaður. Hafið þið leyfisbréf um það að mega verzla við hermennina?" „Já, ég lield nú það,“ mælti Ib og flýtti sér að draga upp bréfið." Fyrirliðinn leit í skyndi á skitinn miðann og rétti honum hann aftur. „Það er allt í lagi,‘ hnælti hann. „Hvert ætlið þið að halda?" „Yfir að Jungsliöfða." „Þá hittist einmitt vel á. Ég kem einnig þangað upp úr hádeginu, og þá getið þið gengið eftir borguninni fyrir nrjöðinn. — Farið nú í friði." Að svo mæltu riðu riddaraliðarnir á brott. Ég held, að þeir liafi hlegið að okkur,“ mælti Ib, er þeir voru komnir svo langt, að ekki heyrðist til þeirra. „Þá ánægju mega þeir gjarnan fá, heið- ursmennirnir," svaraði Sveinn, fyrst þeir létu peningana okkar í friði. En að kvöldi skal dag lofa. Við rekumst sennilega á fleiri af þessu tagi. öðru hvoru, er við förum að Jungshöfða." Grunur Sveins rættist von bráðar, því að nú heyrðu þeir hófatak á frosnum veginum. Ib reis upp á sleðanum og sá riddaradeild koma fram á milli ásanna. Og óðar er þeir urðu sleðans varir, koniu þeir þeysandi. Sveinn lét hestinn aðeins lötra. Ib laut fram' að lionúm og hvíslaði: „Nú komumst við í hann krappan, ég 'þekki þessa einkennisbúninga. Þetta eru drekariddarar Fersens greifa. Sarns konar náungar og þeir, sem við rændum og bund- um í skógarkofanum á Gjerderöd." „Hafðu þig hægan,' ‘svaraði Sveinn, ,,ég kannast við piltana. Þeir ætla sér sennilega að verzla á sama hátt og félagar þeirra áð- an.“ Drekariddararnir riðu fram á hlið við sleðann og skipuðu Sveini að nerna staðar, Foringinn spurði á nær sama hátt og hinir áður, og Ib svaraði sömuleiðis. „Hafið þið leyfi sænska höfuðsmannsins til að verzla með þessar vörur ykkar?“ „Já, strangi herra!“ svaraði Ib og aflrenti varðstjóranum skjalið. „Hvert ykkar á fyrirtækið?" spurði varð- stjórinn og veik hesti sínum burt frá sleð- anum. „Það er hún frænka gamla, móðursystir mín,“ svaraði Ib. „En hún er görnul og þjá- ist af tannverk og á því erfitt urn mál, og jress vegna bað hún mig að fara með sér í þetta sinn.“ „Þið getið lialdið áfram,“ mælti varð- stjórinn og sneri hesti sínum. „Nei, bíðið sem allra snöggvast,“ sagði sá, er næstur honum var, og um leið beygði hann sig áfram í söðli og lyfti flókahattin- um af Sveini með oddinum á riddarasverði sínu. Drekariddararnir ráku upp undrunar- óp, er þeir sáu jreldökkt og skeggjað andlit koma í ljós undir hattinum. Þeir drógu þeg- ar skammbyssur sínar úr söðulslíðrunum. „Tíu þúsund drísildjöflar hirði þig!“ hrópaði liðþjálfinn og hló hæðnislega, „sit- urðu þá ekki þarna steinþegjandi andspænis gömlum kunningjum. Líttu bara á mig, og segðu mér svo, hvort þú minnist ekki þess, er við hittumst síðast?“ Sveinn hafði þegar þekkt aftur liðþjálf- ann, sem hann hafði svift einkennisbúningi sínum og notað hann sjálfur, er hann fór á fund Sparre ofursta. Og Sveini var nú ljóst, að um undankomu gat ekki verið að ræða í miðjurn riddarahópnum með átta skarnrn- byssuhlaup miðuð á sig. 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.