Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 11
N. Kv.
ÞÁTTUR UM LILJU GOTTSKÁLKSDÓTTUR
125
Skömmu síðar brá Lilja búi og fluttist
austur í Blönduhlíð á Akrahrepp', en þar
átti Sveinn maður hennar sveitfesti. Þar var
Lilja árum saman og kvað margt, og sumt
vel, eins og vísu þessa, er hún kvað, er lnin
hafði verið atyrt fyrir að vera síyrkjandi:
Kveð eg Ijóðin kát og hress,
kvíði ei hnjóði í orðurn,
fyrst að góður guð til þess
gaf mér hljóðin forðum.
Alkunn er þessi vísa Lilju og meistaraleg,
er lnin kvað á ferðalagi að vetri til:
Færðin bjó mér þunga þraut,
þrótt úr dró til muna.
Hreppti eg snjó í liverri laut,
hreint í ónefnuna.
Þessa vísu kvað Lilja, er hún týndi fing-
urbjörg:
Lilju skapast mæðan mörg
mikið hrapallega,
handar krapa hrundin flörg
hefur tapað fingurbjörg.
Lilja var á vist á ýmsum bæjum í Skaga-
firði og kom sér hvarvetna vel. Þótti hún
glettin og gamansöm. Meðal þeirra heimila,
er hún dvaldi á, voru Syðri-Brekkur, hjá
Páli hreppstjóra Þórðarsyni.
Við Pál kvað hún oft, og meðal annars
þessar tvær stökur:
Gefst enn ráðin, gættu að þér,
geymir dáða fjáður.
Tíminn bráðum úti er,
og lífs þráður kljáður.
Nú fer allur um mig gáll,
angTÍð falla hlýtui',
af því skallinn á þér, Páll,
er svo mjallahvítur.
Lilja dvaldi einnig um skeið hjá Jóni
Jónssyni á Gilsbakka (Gilsbakka-Jóni), er
var, svo sem kunnugt er, einn slyngasti og
hraðskeyttasti hagyrðingur í Skagafirði á
þeirri tíð. Fdtu þau grátt silfur saman, Jón
og Lilja, og veitti ýmsum betur. Jón kvað
þessa vísu um Lilju, og hefur hún vissulega
mátt leggja vel á móti:
Einlífis á eymdarnóttum
ekkjur tíðum þola bágt:
Getnaðar í gluggatóttum
girndaruglan skrækir hátt.
í elli sinni leitaði Lilja á fornar slóðir, og
á Þorbjargarstöðum í Ytri-Laxárdal dó hún
23. nóvember 1890.
(Aðalheimildir: Magnús Björnsson á Syöra-
Hóli á Skagaströnd og Pétur Björnsson frá
Gauksstöðum á Skaga.)
Skrítlur.
Gömul kona kom inn í sölubúð og bað
um pund af púðursykri.
,,Kíló er það nú kallað,“ sagði búðarpilt-
urinn.
„Ja, drottinn minn góður,“ hrópaði
gamla konan og sló á lærið. „Hvað er það
eiginlega, sem rnaður lærir ekki í ellinni!
Heitir það nú ekki lengur púðursykur.“
—o—
Prófessorinn: „Hafið þér nokkurs staðar
séð hattinn minn?“
Nemandinn: „Já, þér eruð með hann á
höfðinu."
Prófessorinn: „Ó, þakka yður fyrir. Nú
hefði ég farið út berhöfðaður, ef þér liefð-
uð ekki visað mér á hattinn."