Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 38
152
BÆKUR
N. Kv.
um árum seiuna skoðaði ég aftur bein þessi
og fann þá tvo neðri kjálka úr manni, svo
að sýnilegt var, að hér voru beinaleifar
tveggja manna.
Um þessar mundir var talið í nágrenni
Egilsstaða, að sagan um Valtý á grænni
treyju væri að mestu leyti sönn. Jón Arnórs-
son var lögsagnari á Egilsstöðiim árin 1769
—1778 og á þeim árum hefði vinnumaður
Péturs sýslumanns á Ketilsstöðum átt. að
vera myrtur og Valtýr á Eyjólfsstöðum tek-
inn saklaus af lífi, ef sagan væri rétt. En
hvergi finnst í málskjölum né dómabókum
neitt um mál þetta, enda myndi Pétur
sýslumaður liafa getið þessara atburða í ann-
ál sínum, Ketilsstaðaannál, ef þeir hefðu
gerzt í hans tíð, en það gerir hann ekki. Er
því sýnt að saga þessi er annað' hvort upp-
spuni einn, eða drög til hennar liggja aftur
í miðaldir. En enn er órannsakað, hvaða
ólánsmannabein hafa geymzt í klettahyll-
unni á Gálgaás.
Jón Björnsson hefur þjóðsöguna um Val-
tý á grænni treyju að aðalefniviði í skáld-
sögu sína. Skiptir það vitanlega litlu máli
fyrir skáldið, livort sagan um Valtý er sönn
eða ekki. En hún er að ýmsu leyti mjög
sönn þj óðlífslýsing frá þeim tíma, er lögð
var áherzla á að enginn afbrotamaður
slyppi við hegningu, og jafnvel fremur að
taka saklausan mann af lífi en að láta glæpa-
manninn sleppa. Þá er hún og sönn að því
leyti, hvað almenningsálitið er fljótt að
snúa snældu sinni. Mannlýsingar sögunnar
eru ágætar og atburðarásin með miklum
dramatíslcum stíganda. En galli Jrykir nrér
jrað á sögunni, að höfundurinn hefur ekki
kynnt sér staðhætti, Jrar sem sagan gerist.
En sagan er skemmtileg og mun Jjví verða
mikið lesin.
Þ. M. J.
Benedikt Gröndal: Ritsafn, II. bd.
Rvík 1951. Útg. ísafoldarprent-
smiðja.
Annað bindi af ritsafni Gröndals er ný-
konrið út. Er Jrar með lokið Jrremur fyrstu
bindunum af þessu merkilega ritsafni, og
einungis eitt eftir, sem flytja mun ævisögu
skáldsins, úrval af bréfum og e. t. v. eitthvað
fleira.
Bindi Jretta flytur sögur Gröndals frurn-
samdar og þýddar, leikrit, rímur og eina
ritgerð. Þarna eru liinar ódauðlegu ganran-
sögur: Heljarslóðarorusta og Þórðar saga
Geirmundssonar, jafn ferskar og hressandi
og þegar Jrær fyrst komu út. Heljarslóðar-
orusta á níræðsafmæli á þessu ári, og lnin
vekur áreiðanlega enn jafn heilnæman og
hressandi hlátur og í fyrstu, enda eitt hinna
sígildu rita í ísl. bókmenntum og hið allra
fyndnasta. Enda Jrótt Þórðar saga standi
henni að baki, er hún alltaf bressileg og
ýnrsar örvar hennar hitta í markið ekki
síður nú en fyrst, er hún birtist. Margt
skemmtilegt er í hinum þýddu smásögum,
enda bera þær mjög höfundareinkenni
Gröndals. Þýðingarsýnishornið úr Þúsund
og einni nótt sýnir, að ekki hefði sú bók
orðið ólæislegri í meðförum Gröndals en
Steingríms, Jjótt góð sé. Þá eru Jrarna leik-
rit og leikritabrot, og er Gandreiðin Jjeirra
kunnust. Enn er Saga af Andra jarli, og
Rímur af Göngu Hrólfi og að lokum hin
snjalla ritgerð, Reykjavík um aldamótin.
Við lestur hennar flýgur manni í hug að
gaman væri að fá slíka lýsingu af höfuð-
borginni nú urn rniðja öldina.
Eins og hinum bindunum fylgja skýring-
ar. Hefur Guðbrandur Jónsson prófessor
samið skýringar við Heljarslóðarorustu og
Þórðarsögu, og eru þær ýtarlegastar. En
ekki hefði síður verið nauðsynlegt að fá
jafnýtarlegar skýringar yfir Gandreiðina,
sem raunverulega er á ýmsa lund lítt skilj-
anleg nútíðarmönnum, enda um dægurrit
að ræða.
St. St.