Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 13
:n. Kv. KNDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 127 við höfðum smíðað okkur koffort. Pláss var þó ekki fyrir fjögur koffort nema með því móti að hafa tvö þeirra framan við neðra rúmið, og hin tvö hvort ofan á öðru fram við dyrnar. Enginn ofn var í þessu herbergi. Verkstæði var nýbyggt, vestan við húsið. Var það timburgrind, klædd að utan ein- faldri klæðningu. Auðvitað var þar ekkert liitunartæki. Norðan við verkstæðið var af- þiljuð kompa fyrir geymslu á kornmat. Og að vestanverðu var lítill skúr fyrir tvær kýr. Kona Snorra hét Sigríður Lovísa Lofts- dóttir. Var hún ein hin bezta kona, sem ég liefi þekkt, og mesta ágætis húsmóðir. Hún tók mér strax, eins og hún ætti í mér hvert bein, og reyndist mér allan tímann eins og bezta móðir. Endá var hún talin ein rnesta fyrirmyndar-kona í bænum. Fyrsta verkði, sem ég var látinn vinna, var að rnála þetta verkstæðishús að utan. Þá voru hér engir málarar, en smiðirnir mál- uðu sjálfir allt, sem mála þurfti. Næsta verkið var að byggja pakkliús fyrir Sigurð Sigurðsson járnsmið, sem bjó innst í gamla bænum, inn í Fjöru. Eftir það kom liver byggingin á eftir annarri, og hirði ég ekki að telja það upp. Snorri vann sjálfur með mér þetta sum- ar, og vorum við oftast tveir saman. Hann var vinnuharður og mikill ákafamaður við allt, sem liann gekk að, hlífði engum, og ekki heldur sjálfum sér. Hafði hann upp- haflega lært skipasmíði í Kaupmannahöfn, og var þar 5 ár sem lærlingur. Sagði liann mér margar sögur frá þeirn árum. Mun hann hafa verið fyrsti íslendingur, sem lærði þá iðn til fullnustu. Eftir að hann settist hér að, byggði hann hákarlaskip og gerði við skip, sem þurftu umbóta við. Jafnhliða því fór hann að byggja hús, og var hús hans við Norðurgötu fyrsta húsið, sem hann byggði á eigin hönd. Þetta fyrsta sumar, sem við unnum sam- an, lagði hann mikla alúð við að kenna mér, og er mér óhætt að segja það, að það, sem ég lærði hjá honum, lærði ég mest það sumar, enda sá hann sér þar leik á borði. Með því að ég lærði sem mest á stuttum tíma, gat hann haft því meira gagn af vinnu minni í framtíðinni. Nú var hann orð- inn roskinn maður og vildi fara að draga sig í hlé við líkamlega vinnu. Enda var hann þá tekinn að undirbúa verzlun. Um haustið kom annar lærlingur, Jón Þórðarson frá Skeri á Látraströnd. Og eftir næst nýár komu til hans bræður tveir, Páll og Brynjólfur Jónssynir, Hrútfirðingar. Og næsta vor kom svo enn einn, Sigtryggur Guðmundsson úr Svarfaðardal. Vorum við nú orðnir fimm lærlingar. Og nú kom það að góðum notum fyrir Snorra, að ég hafði notið góðrar tilsagnar þetta fyrsta sumar, því að nú varð ég að taka við stjórn og til- sögn þessara lærlinga. Eftir þetta vann Snorri ekki við húsa- byggingar öðru vísi en svo, að hann kom við og við til að segja fyrir um herbergja- skipun og mæla fyrir dyrum og gluggum. Aldrei var nokkurt Iiús teiknað fyrir fram, enda var hér þá enginn iðnskóli, og lærðum við því ekkert í teikningu. Þegar byggja átti hús, var aðeins sagt fyrir, live stórt það ætti að vera. Síðan var gi'indin höggvin saman, og þá um leið ákveðið, lrvar glugg- ar og dyr skyldu vera. Því næst var húsið reist, klætt utan og síðan Jrakið. Þá voru settir í það gluggar og útihurðir. Að því loknu var lagt í það gólf og loft, og síðan farið að skipuleggja innréttingu og mæla fyrir skiirúmum í samráði við eiganda húss- ins. Voru j)á skilrúm öll strikuð með kritar- snúru á gólfið, og eftir þeim sett skilrúm. Vitanlega hafði ég sjálfur gott af því, að ég var einn með Snorra fyrsta sumarið, og að ég þess vegna var ögn á undan hinum piltunum. Einmitt þess vegna fékk ég meiri æfingu í verkstjórn og því að segja öðrum til. Enda lékk ég líka að vinna öll vanda- sarnari verkin. Snorri hafði líka alveg sér- stakt lag á ]wí að kenna okkur að vera sjálf-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.