Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 28
142 SVEINN SKYTTA N. Kv. brúarhandriðið og lét liann detta ofan í lónið. Dauft hljóð og skvamp heyrðist neðan úr borgarlóninu. Varðmaðurinn á garðinum hleypti úr byssu sinni, en Ib var þegar tek- inn á rás. Um leið og Ib varpaði kaupmanninum yfir handriðið, hafði hann kippt stafnum af honuni. Þetta var ylligrein, sem Éspen hafði skorið sér. Hann hafði borað merg- inn úr gildari endanum með hníf sínum og smeygt síðan bréfinu niður í holuna. XVII. Ib kynnist grœðgi rottanna, og Sveinn hittir gamla kunningja. Fyrir ofan Höfdingsgaard var lítið hús, . að mestu leyti grafið inn í hólbarð, sem lukti um það á þrjá vegu. Uppi á loftinu sátu tvær mannverur uppi í stórri hálmhrúgu. Önnur þeirra var Tam, sá er mistókst svo illa að svíkja Svein, eins og áður er getið. Hin var Svartagylta eða Surtla, kona hans. Nóttina áður hafði henni heppnazt að leika á varðmennina og strjúka burt úr Gæsaturninum í Vording- borg. Tam liafði undanfarið haft aðsetur í kofa þessum, sem íbúarnir höfðu flúið skömmu eftir komu Svíanna. Hann hafði einnig kos- ið að halda til uppi á loftinu, fyrst og fremst sökum þess, að hlýrra var að liggja þar í hálminum heldur en á leirgólfinu niðri, og því næst sökum þess, að hér var liann betur falinn og torsóttari er hann hafði dregið stigann upp til sín og lokað hleranum. Surtla hafði grafið sig djúpt niður í hálm- inn, svo að ekki sást nerna lítil eitt í koll- inn á henni. Tam var að bora ofurlitla glufu í torfþakið, svo að liann gæti gægst þar út um og haft gát á öllum þeim, sem fram hjá gengju. „En Tam, maður lifandi!" sagði konan, er hún hafði lokið ræðu sinni um kænsku sína og snilli, sem hún hefði orðið að beita til að losna úr fangaturninum. „Hvérs vegna steinþegirðu maður, þegar þú ættir að gleðjast af því, að ég skuli vera komin aftur til þín?“ „O jæja!“ tautaði Tam smámæltur og kæruleysislega. „Hefirðu aðeins liaft þfur- lítinn brauðbita með þér, því að ég er orð- inn alveg banhungraður, dauðhungraður, skal ég segja þér.“ „Hamingjan góða!“ kallaði konan upp yfir sig kaldhæðnsilega. „Hvernig ætti ég að ná í brauð, meðan ég hafði það eitt í huga að komast út rir bannsettu svarthol- inu og fá aftur að sjá manninn minn? Hefð- ir þú sjálfur hafzt eitthvað að, myndtim við hafa verið matvinnungar." „Hvað ætti ég svo sem að hafast að annað en það, sem ég gerði?“ svaraði Tam. „Eg hjó langa vök í ísinn niður við árósinn og sökkti þar álagijdrunni rninni; en álarnir komu ékki. Þetta dugir alls ekki!“ bætti hann við aumingjalegur. „Guð gæfi, að ég hefði aldrei látið tæla mig til að bregðast Sveini svo skammarlega. Við fengum Jró matinn hjá hónum og stundum eitthvað í viðbót líka.“ „Það var nú svei mér ekki svo slakt af þér, fyrst þrjátíu silfurdalir voru í boði. Þú fórst aðeins klaufalega að þessu, eins og þú ert vanur; en nú tjóar ekki að þrátta uní það frantar. Hvað hefirðu gert af krökk- unum?“ „Annan þeirra seldi ég brýningamanni fyrir lambskinnskufl og tvær tvíbökur til að draga kerruna fyrir hann.“ „Hvor þeirra var það?“ „Sá elzti, sem sterkastur var.“ „Ég bjóst svo sem við þessu,“ sagði kon- an. „Þú hefur alltaf haft horn í síðu hans, af því að hann var ekki sonur þinn.“ „O, þess vegna hefði ég vel getað losað mig við þá alla; annar fór að Egitsborg til að gæta hundagarðs herramannsins og vera- sendill, og svo tók systir min þann yngsta til að — uss, liafðu hljótt. Það er einhver að koma akandi upp að húsinu.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.