Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 29
N. Kv. SVEINN SKYTTA 143 „Hver skyldi það vera?“ hvíslaði Suríla forvitin og teygði sig upp úr hálmlirúg- unni. „Ég get ekki séð það almennilega, því að þeir eru komnir alveg upp að hxisinu. En við heyrum sennilega brátt til þeirra, þegar þeir koma inn í kofann. Við skulum því liafa liljótt og hlusta.“ Úti á hlaðinu nam lítill sleði staðar, og voru tvær manneskjur að losa hestinn frá honum. Var önnur þeirra í venjulegum sveitabúningi kvenna þar um slóðir, og hafði stóran flókahatt á höfði, svo að skuggi féll á allt andlit hennar. Á allbreiðum herð- um sínum bar hún bláröndótta blendi- voðar-kápu, brydda kattarskinni. Hitt var karlmaður, hár vexti og sveitaklæddur. Við athugun myndi hafa komið í ljós, að menn þessir voru Sveinn Gjönge og Ib, sem hér voru á leiðinni frá Vordingborg með fjár- sjóðinn mikla. Sveinn hafði keypt sleðann og kvenbún- inginn af her-matselju, sem flakkaði um sveitir á milli sænsku herdeildanna og seldi þeim mjöð og ölföng. „Ég býst við, að við getum látið mjaðar- kvartilið liggja á sleðanum í nótt,“ mælti Ib í hálfum hljóðum. „Verði það fyrir ein- liverjum skemmdum, kemur það niður á Svíunum. Ég hefi fundið stað handa hinu kvartilinu." „Hvar?“ „Þarna fyrir handan, undir hálminum í sauðakofanum. ‘ ‘ Sveinn brosti, stytti upp pilsin og hjálp- aði Ib með að bera annan kútinn inn í skúrinn. Þeir teymdu síðan hestinn á eftir sér inn í kofann. „Þetta er allsæmilegur gistingarstaður, sem við höfum fyrirhitt hérna,“ mælti Ib, er hann hafði bundið hestinn inni í einu liorninu og gefið honurn tuggu úr heypok- anum. „Ég er dálítið kunnugur fólkinu, senx var hérna. Ráðsmaðurinn á herrasetr- inu lét þau fá íbúð heima á bænum, þegar tignarfólkið var farið inn til Kaupinhafnar, og síðan hefur víst engin lifandi sál komið hingað.“ „Hvernig geturðu vitað það, Ib?“ „Þegar ég opnaði hurðina áðan, þustu rotturnar um allt gólfið, og skafrenningur- inn, sem leitað hefur niður um reykháfinn, liggur frosinn á eldshlóðuirum.“ „Þú ert svei mér skarpskyggn,“ mælti Sveinn, „það má nú segja.“ „Já, ætli það ekki!“ svaraði Ib hreykinn og kinkaði kolli. „Himnafaðirinn gaf mér tvö góð augu, og flökkufólkið, sem ég fylgd- ist með í æsku, kenndi mér að beita þeim.“ Síðan tók Ib malpoka sinn og setti hann upp á borðið. Sveinn tók tundurhylki sitt til að kveikja á ljósteini, en ekki vildi kvikna í tundrinu, og er að lokum tók að sindra úr því, gat hann samt ekki kveikt á teininum. Ib stóð olottandi o<>' horfði á hann og o o o sagði síðan: „Jæja, í þessari list er ég víst leiknari en þú, Sveinn. Fáðu mér tundrið, svo skal ég sýna þér, livað þetta er auðvelt." Sveinn rétti honum eldfærin, og Ib tók upp úr vasa sínum stóran greniköngul, muldi sundur milli fingra sér nokkur fræ- hýði og lét trjákvoðuduftið falla niður á fnjóskinn, sem óðar fuðraði upp í skæran loga. „Þetta lærði ég einnig lijá flökkufólk- inu,“ sagði Ib lilæjandi um leið og hann kveikti á ljósteininum og stakk honum nið- ur á milli steina í hlóðunum. „Hvernig lízt þér á, að við kveikjum upp hérna í hlóð- unum, svo að hlýni ofurlítið í kofanum?" „Bara að þess verði þá ekki vart að utan, ef einhver ferðalangur skyldi fara framhjá,“ svaraði Sveinn, sem var að tína nesti upp úr malpokanum. „Við getum breitt fyrir ljórana. Hérna er kuflinn minn, hengdu hann fyrir glugg- ann, svo fer ég út á meðan og næ okkur í könnu úr mjaðarkútnum á sleðanum.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.