Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 41
N. Kv. BÆKUR 155 Fritz Thorén: Sönn ást og login. Skáld- saga. Kristmundur Bjarnason íslenzkaði. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri. 1951. Richard B. Thomsen: Hreirnur fossins hljóðnar. Skáldsaga frá Færeyjum. Konráð Vilhjálmsson þýddi. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri. 1951. Ragnar Þorsteinsson frá Höfðabrekku: Vikingablóð. Skáldsaga. Útgef. ísafoldar- prentsmiðja h.f. 1951. Margaret Sutton: Júdý Bolton eignast nýja vinkonu. Kristmundur Bjarnason ís- lenzkaði. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri. 1951. Gottfred August Búrger: Svaðilfarir á sjó og landi. Herferðir og kátleg ævintýri Munchausens baróns eins og hann sagði þau við skál vina sinna. Myndskreyting eftir Gustave Doré. Ingvar Brynjólfsson þýddi. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri. 1951. Káiri Tryggvason: Riddararnir sjö. Drengjasaga. Með myndurn eftir Odd Björnsson. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri. 1951. Um sumar þessar bækur verður síðar nánar getið í N. Kv. Þ. M. J. Svört verða sólskin. í sumar kom út ljóðabók eftir Guðmund Frímann með nafni þessu. Er þetta fjórða ljóðabók höfundar. Varla mun nokkur önnur ljóðabók, sem komið hefur út hér á landi, hafa hlotið lofsamlegri dórna. Eru hér á eftir birtir lítilsháttar útdrættir úr nokkrum þeirra. .... en vonbrigðin, sársaukinn og þögn- in hafa þrátt fyrir allt fægt og slípað skáld- gáfu hans, svo nú ljómar hún sem sannar- legur jrjóðargimsteinn í snjöllustu kvæðun- um í Svört verða sólskin. Hvaða skáld okk- ar má til dæmis ekki öfunda liann af kvæð- unum Fiðlarinn i vagnbrekku, Draumur um Skógar-Rósu, í fylgd með farandskáldi, Haust við Blöndu, Sunnanátt, Hjá gömlu smiðjunni, Áköllun, Svartur skógur, Við gröf Péturs, eða af seiðnum í kvæðinu Vísur um vetrarkviðaf Ef ég ætti að ein- kenna sterkustu liliðar G. F. sem skálds 111 eð þremur lýsingarorðum, yrðu þau þessi: Orðvísi, háttvísi og myndvísi. Hann er orð- vís í bezta rnáta og fagurorður. Hann er mjög smekkvís, mér liggur við að segja seið- rænn, í háttavali, og lýsingar hans eru mjög myndríkar og ljóslifandi....... Bragi Sigurjónsson, skáld. í Alþm. . ... 1 ljóðurn þessum bregður víða fyrir liinuin sérkennilegu eigindum höfundar. Hinni ríku eining andstæðanna í eðli hans. Títt svo ljóðræn og leikandi létt, að lesanda verður á að raula undir, jafnvel í sjálfu rökkrinu....... Helgi Valtýsson, rithöf., í Degi. .... Ný bók er loksins komin. Og hvílíkt tjón, ef íslenzku tómlæti hefði tekizt að myrða Ijóð hennar. — Undirritaður álítur vafasamt að nokkurt ljóðskáld samtíðarinn- ar.aðTómasi Guðmundssyni undanskildunr hafi tekið slíkum framförum með nýrri bók og Guðmundur Frímann hefur nú gert. Og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.