Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 10
124 ÞÁTTUR UM LILJU GOTTSKÁLKSDÓTTUR N. Kv. Snauðan glanna met ég mann, mærð sem kann að laga. Varla svanna siðugan (n) sækir hann í Skaga. Mun J^að hafa verið orð að sönnu, Jdví að siðferði hefur verið slæmt á Skaga í þann tíð, eftir sögnum að dærna. Sveinn kom aft- ur og giftist Lilju. Hafði hann áður verið í tygjum við stúlku frammi í Skagafirði og var hún þunguð af Iians völdum. Ó1 hún tvíbura nokkru síðar, pilt og stúlku. Það er til marks um artarsemi Lilju, að hún sótti sjálf piltinn og ól liann upp, sem sín eigin börn. Einu sinni kvað Sveinn við þennan son sinn, en hann hét Páll: Er hann Páli orðinn sálarsljóur, en hann komst ekki lengra, því að Lilja greip fram í fyrir lionum og botnaði: Jaitt er mál, en þverri styggð, Jún er brjáluð föðurtryggð. Dóttur áttu þau, Sveinn og Lilja, er Val- gerður hét. Um liana kvað Sveinn: Valgerður er vænsta sprund, væri ei skitin hennar lund. Lilja greip fram í sem fyrri: Flestir segja að faldabrík föður sínum verði lík. Ekki var Sveinn lengi að sóa eigum konu sinnar, er lnin tók eftir fyrri mann sinn. Gerðist sambúð þeirra róstusöm, er fram liðu stundir, og varð þá stundum stakan nærtæk til sóknar og varnar. Kváð’- ust þau þá oft á, og var tónninn jafnan ófag- ur í kveðskap þeirra. Eitt sinn kvað Sveinn: Skefur potta sífellt sú, sæðis hrotta gerður. Lilja var fljót til svars: Ekki er gott, sem þylur þú, þínum hvofti haltu nú. Öðru sinni var það, að Sveinn kom úr fiskiróðri, og var Lilja að færa soðningu upp á potthlemm í eldhúsi, er hann bar að. Tók Sveinn að kroppa í fiskinn og mælti: Af hlemm nam borða blautan fisk, beitir korða án trega. Þá greip Lilja fram í: Faldaskorðin fann ei disk, fór Jrað örðuglega. Fleiri voru vísur Lilju frá búskaparárum hennar, en flestar munu þær nú gleymdar. Um konu, er Sæunn hét og kom í heimsókn til Lilju, kvað hún: Hér í bæinn okkar inn, — upp á slæ ég gaman — vertu, Sæunn, velkomin, við skulum hlæja saman. Við kunningjakonu sína, Guðrúnu á Hvalnesi, kvað Lilja: Mundi skyggja í minni röð, rnörg þó dygg sé kona. Ég er hrygg og aldrei glöð, á mér liggur svona. Tengdadóttir Lilju, Kristiana að nafni, færði henni eitt sinn kaffi í spengdum bolla- pörum, en þá var alsiða og löngu eftir, að spengja leirílát með eir- eða koparspöngum í sparnaðarskyni. Lilja kvað: Nú er Stjana nokkuð reið, nauða aukast kjörin; til mín færir tvinnaheið tinflekkóttu pörin. Eftir að fátækt og sultur surfu að Jreim Þangskálahjónum, hafði Sveinn sig á brott og lét Lilju eina. Þótti henni miður og fannst bónda sínum farast lítilmannlega. Um brottför Sveins kvað hún: Sú var tíð eg syrgði mann, svikahýði réttnefndan. Tryggð og blíðu bana vann, bölvað níðið, svo fór hann.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.