Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 26
140 SVEINN SKYTTA N. Kv. Hann skimaði í kringnm sig; vindþytur í trjánum eða skrjáf af laufblöðum, sem feyktust fyrir vindi, nægði til þess að valda honum áköfum hjartslætti. Og sjálfur varð liann að viðurkenna, að hvergi á allri leið- inni væri jafn vel kjörinn staður til leyni- árása en einmitt þar, sem hann nú var staddur. Hvergi sást hús, eins langt og auga eygði. Báðum megin þjóðvegarins, er þá var nefndur alfaravegur, var limgirðing úr liesli og pílviði. Og í viðbót var svo myrkr- ið, sem jók hættuna að mun og gerði árás- armönnum hægra um vik. Hann var í þessum hugleiðingum, er hann heyrði allt í einu fótatak Ibs, sem nú var að nálgast á gangstíg innan eftir engj- unum. Kaupmðaurinn nam staðar og litað- ist skelkaður um, en of dimmt var til þess, að hann gæti greint nokkuð almennilega. Hann sá aðeins bregða fyrir herðabreiðum manni, er kom skálmandi á eftir honum, og síðan heyrði hann hratt fótatak og raulað í myrkrinu. Ib hafði verið svo hygginn að stytta í sverðböndunum, svo að skrjáfið í þeim skyldi ekki koma upp um hann, að hann væri vopnaður. „í Guðs fríði!“ kallaði kaupmaðurinn gjallandi, áður en Ib var kominn í talfæri við hann. „Þakka þér fyrir,“ svaraði Ib og brosti í kampinn, er hann heyrði, að kaupmaðurinn mundi vera greinilega skelkaður. „Svo virðist, sem við eigum samleið,“ mælti kaupmaðurinn hratt,“ við gætum þá orðið samíerða." „Já, því ekki jiað," svaraði Ib. Það sljákkaði heldur í Espen, er hann Iieyrði, hvað hinn var stuttur í spuna. Hann tók að verða skelkaður á ný og greikkaði sporið og reyndi að komast á undan Ib; en er það tókst ekki, herti liann upp hugann •og sagði: „Það er ljóta myrkrið í kvöld til að eiga langa ferð fyrir höndum." „Ætlið þér þá langt að halda?“ spurði lb. „Ja nei, nei, ég er nú bráðum kominn heim til mín. Ég þarf aðeins að bregða mér snöggvast upp að Jungshoved. Með leyfi að spyrja ,ætlið þér ef til vill sömu leið?“ „Já, einmitt." „Það er ágætt,“ sagði Espeil. „Við verð- um þá dálítill hópur, því ég hef fáeina samfylgdarmenn. “ „Hafið þér samfylgdarmenn?“ kallaði Ib í Jieim tón, að Esben hrökk við. „Já, það veit guð, tvo þrjá karla! Þeir eru komnir dálítið á undan.“ „Jæja,“ svaraði Ib rólega. „Það er nú heldur ekki árennilegt að hætta sér út einn á ferð að kvöldi dags um þessar mundir, þegar alls konar fantar og flækingar. eru á ferli og sitja um ferðamenn. Þarna fyrir liandan við stóru eikina hjá girðingunni hengdu Jreir mann um daginn og klæddu liann úr öllum fötunum.“ „Guð hjálpi okkur!“ tautaði kaupmaður- inn og varð að styðja sig við stafinn til að verjast falli. „Og auk þess,“ mælti Ib ennfremur, „er Sveinn Gjönge og liermenn lians hér i'yrir norðan og lialda vörð á veginum; og þeir sleppa engum fram hjá, fyrr en Jjeir liafa rannsakað hann rækilega.“ „Hvers vegna eru Jjeir að rannsaka ferða- menn?“ „Hvers vegna, — ha? Til þess að komast að því, hvort ferðamaðurinn sé með boð eða bréf til Svíanna. Og guð náði þann syndasel, sem slíkt sannast á! Hann er svei mér sama sem dauður.“ Það kom Ib óvænt, að þetta virtist ekki hafa nein áhrif á kaupmanninn, og hafði þó Ib lagt bæði ógnun og áherzlu í orð sín. Espen mælti mjög rólega: „Jæja, ekki hef ég nein bréf meðferðis." „Og heldur ekki ég,“ mælti Ib.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.