Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 12
N. Kv.
Endurminningar
Kristjáns S. Sigurðssonar.
Ágrip af sjálfsæfisögu.
('Framhald).
Síðan sendi hann eftir hestinum upp í
liaga. En á meðan býður liann mér inn í
stofu til Lovísu konu sinnar. Borðaði ég
þar miðdegisverð. En að því loknu reið ég
af stað á leirljósum gæðingi og í linakk
Snorra. Varð ég nú að ríða Eyjafjarðará í
hólmunum. Tók ég síðán hest minn á
Veigastöðum og hélt heimleiðis með tvo til
reiðar.
Þegar heim kom, var tekið til óspilltra
málanna til að búa út föt mín, sem að vísu
var nú ekki mikið. En það sem var, þurfti
ég að hafa hreint, er ég færi. En svo var líka
eftir að sauma föt úr efninu, sem ég kom
með frá Hólum. Var enginn fær um það á
heimilinu, og enga saumakonu var hægt að
fá til að gera þetta á svo stuttum tíma.
Þá bjó Sigtryggur Helgason, frændi minn,
á Hallbjarnarstöðum. Átti liann unga konu,
Helgu Jónsdóttur frá Arndísarstöðum. Var
hún mesta myndarkona og fær í flestan sjó.
Leitaði ég til hennar í vandræðum mínum,
og varð það að samkomulagi, að hún saum-
aði fötin, en ég yrði þar á meðan og ynni á
túninu. Gekk þetta allt eins og í sögu. Helga
saumaði fötin og gerði það með prýði, svo
að ég hef ekki fengið betur sniðin föt hjá
klæðskera síðan.
Allt þetta tók þá svo langan tíma, að ég
var ekki kominn í vistina hjá Snorra fvrr en
degi seinna, en til stóð og ákveðið var. Enda
fékk ég duglegar ávítur ltjá honum, er ég
kom, og sagði hann, að ég mætti venja mig
á meiri stundvísi í framtíðinni.
Er ég hóf þetta þriggja ára nám mitt, var
aleiga mín tvenn nærföt, nýju fötin, sem
ég var í, og svo gömul föt, sem ég til þessa
hafði haft til spari undanfarin ár, og varð
ég nú að nota þau fyrir vinnuföt. Sokka-
plögg átti ég sæmileg, en enga skó aðra en
eina sauðskinnssskó. Varð ég því að byrja
á því að láta smíði mér skó og fá þá að láni.
Peningaeign mín öll var 25 aurar, og svo
átti ég eitt lambskinn. Og þegar ég liafði
selt lambskinnið, gat ég keypt „tommu-
stokkinn" og tréblýant; en þar fóru líka
25 aurarnir! Ekki gat ég vænzt neinnar
lijálpar heiman að, að öðru leyti en því, að
móðir mín sendi mér á hverju ári sokka
eftir þörfum.
X. Lærlingur.
Snorri Jónsson átti hús í Norðurgötu á
Oddeyri. Var það tvílyft timburhús. Ekki
voru þá nokkur hús tölusett á Akureyri.
Var því hvert hús nefnt eftir eiganda. Þá
voru aðeins sex hús við Norðurgötu. Syðst
var hús Ágústs Þorsteinssonar bókbind-
ara, næst Guðmundar Vonar-formanns, þá
Snorra-hús og næst hús Guðna Þorkelsson-
ar. Síðan kom löng eyða út að prentsmiðju
Björns Jónssonar, og svo enn lengra út að
Jensens bakaríi.
Ég fékk herbergi uppi á efri hæð. Þar
voru tvö rúm, hvort upp af öðru, eins og
venja- er á skipum. Eitt borð var þarna og
einn stóll. Ekki var herbergið stæna en svo,
að meira komst þar ekki fyrir. Þó var það
gott, meðan ég var einn í því. En seinna
urðum við að búa þarna fjórir saman, og
urðum við þá að sofa tveir í hvoru rúmi.
En ekki gat setið nema einn í einu. Urðu
þá hinir að skríða inn í rúmin, þangað til