Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 31
N. Kv. SVEINN SKYTTA 145 brauð og Iieilt bjúga og ostbita. Það er jró nærri ótrúlegt, að þær hafi getað hlaupið burt með allt þetta.“ ,,]á, en veiztu nú hvað, Sveinn, ekki er nú heldur trúlegt, að maturinn liafi hlaup- ið burt sjálfkrafa. Annað hvort hafa rott- urnar eða búálfurinn tekið liann, og ég liefi þær fyrrnefndu frekar grunaðar, jrar eð ég hef séð hér fleiri rottur en búálfa.“ „Jæja, verði þeim ]rá að góðu!“ mælti Sveinn og brosti. Við verðurn þá að láta okkur nægja leifarnar." Síðan snæddu þeir þegjandi. Og er Ib að lokinni máltíð þerraði liníf sinn og stakk honum í sllðrin, mælti hann: „Jæja, hvernig hefur þú nú hugsað þér að koma mjaðarkútnum til skila?“ „Ég hugsa, að við reynum að fara hratt yfir eins og hingað til.“ „Já, en heldurðu, að það gangi slysalaust? Hér verða eflaust nægir erfiðleikar við að stríða, sérstaklega eftir að ferð vor tekur að fréttast. A þessari stuttu leið, sem nú er lokið, hafa ekki færri en þrír haft pata at leyndarmáli okkar." „Heyrirðu það?“ hvíslaði Surtla að Tam. „Þeir búa yfir einhverju leyndarmáli. Og það verðum við svei mér að snuðra uppi.“ „Sá fyrsti var Manheimer höfuðsmaður, sem við heilsuðum upp á í kirkjunni. Hon- um var svo umhugað að ná í þig, að liann lætur sennilega ekki sitja við þessa einu til- raun sína. Næst var svo Tyge Höeg, léns- maður, og sá þriðji — jæja, guð náði hans vesælu sál, hann er nú þar, sem hinir tveir ættu einnig að vera. — Hvaða leið hefurðu hugsað þér, að við ættum að halda héðan?“ „Upp í gegnum Jungshoved-skógana,“ svaraði Sveinn, „þar hef ég ákveðið að hitta tvo minna manna. Síðan laumumst við vestur á bóginn, unz komið er norður fyrir bæinn Köge, og þaðan á ís-til Kaupmanna- hafnar. Á allri þessari leið munurn við hitta Gjönge-piltana, og á hverjum mílna-mótum bíður okkar maður með óþreyttan hest, svo að við getum haldið hraðfari áfram. Og þetta verður að heppnast, Ib minn góður!“ mælti Sveinn, um leið og hann lagði frá sér hnífinn og starði fast út í bláinn. „Ég hef sem sé sett að veði sæmd mína og ham- ingju, bæði mína egin og. . . . “ „Þína eigin og hennar líka,“ bætti Ib við lágum rómi. „Hennar hverrar?" spurði Sveinn. „Hennar, sem þú hefur aldrei árætt að nefna í mín eyru, þótt ég sé ef til vill sá eini í henni veröld, sem þú getur treyst lyllilega. Hver annar en ég skyldi svo sem vera öllu kunnugur frá upphafi? Og það er einnig ég, sem vil þér vel og betur en allir aðrir samanlagt. Nú nefnúm við þetta aðeins lauslega, en ég gaf nánar gætur að svip þínurn í hvert sinn, sem ég vissi að þú komst heim frá höllinni frá henni, því ég vildi sjá, hvort þú værir glaður, eða hún hefði gert þér gramt í geði.“ Sveinn rétti honum höndina. „Jæja, Ib minn góður!“ svaraði hann lág- mæltur og þýðlega. „Um hvað vildirðu þá lielzt, að ég talaði við þig? Ég er lieiðarlegur rnaður, og ég er kvæntur systur þinni.“ „Já, það er nú svo. Þú kvæntist Önnu til að bjarga jungfrúnni. 111 örlög þín ollu því, að þú varðst að ganga í hjónaband, sem hvorki naut blessunar Guðs né manna." „Ja, nei, nei!“ svaraði Sveinn. „111 örlög eru aðeins skynsemisskortur sjálfra vor. Það er nú mín skoðun. Það er ekkert launung- armál, sem fram hefur farið milli okkar jungfrú Parsberg, frá bernskuárum okkar og til þessa dags; en biddu mig ekki að tala við þig um hana. Hugsanir mínar kýs ég að bera í leyni, — hugsanir mínár og sorgir.“ „En valdi hún þér sorg, Sveinn, ættirðu bara að láta liana halda sína götu. Hún er hærra sett en þú, bæði að ætt og efnum, og þess vegna er ekki jafnræði með ykkur.“ „Vel má vera, að þú hafir rétt að mæla, Ib, mér hefur oft hvarflað hið sama í hug. En ég á samt ekki við, að hún valdi mér 19

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.