Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 24
138 SVEINN SKYTTA N. Kv. inu,“ mælti Espen hreykinn og nuddaði saman höndunum, „ég er yður alveg sam- mála.“ Ib heyrði hvert orð, er þeir sögðu, enda hækkuðu þeir róminn smám saman a£ ákafa og hrifni. En felustaður hans var ekki eins þægilegur og hann hafði ætlað. Beykikubb- arnir á arninum fylltu skotið kæfandi hita. Ib stundi við, og svitinn spratt á enni hans í stórum dropum. í ráðaleysi sínu fór hann smám saman að smeygja af sér kuflinum. Hinir tveir héldu áfram samræðum sínum: „Við verðum að rannsaka kútana, áður en þeir halda áfram,“ sagði lénsmaðurinn. „Við megum alls ekki láta þá fara,“ svar- aði kaupmaðurinn. „Það er gott og blessað, en hvernig eig- um við að girða fyrir það?“ Kaupmaðurinn virtist hugsa sig um. Loksins mælti hann og glotti íbyggilega: „Mér dettur gott ráð í hug! Þér tefjið fyrir þeinr með spjalli og samræðum, þang- að til í fyrra málið. En fyrst verðið þér að skrifa Sparre ofursta á jungshoved bréf. Hann skuldar yður margan góðan greiða fyrir allt, sern þér hafið sent honum, og liann mun ekki neita yður um smáhóp af mönnum sínum, og allra sízt, er þér gefið í skyn, að það sé til þess að grípa Svein Gjönge; en ofurstinn hefir lagt fé til höf- uðs honum. En þér nefnið ekkert um grun <jkkar mn peningana. Og meðan Svíarnir eru að taka Svein, tökum við kvartilin hans. Hvernig lízt yður á?“ „Kaupmaður góður, — Espen!“ kallaði Tyge og sló í borðið. „Þessi hugmynd yðar er framúrskarandi, og hafi Sveinn raun- verulega allt þetta fé í kútunum sínum, og ég nái í það, þá skuluð þér ekki hafa fundið upp á þessu bragði fyrir ekkert.“ „Því trúi ég vel,“ mælti Espen. „Það er svo sem ekki hægt að telja lielming fimmtíu þúsundanna sama sem ekkert.“ „Helminginn!" endurtók lénsmaðurinn forviða. „ Já, auðvitað, herra minn góður! Helm- inginn í minn hlut og hinn helminginn í yðar, nema ef þér viljið heldur, að ég geri Manheinter höfuðsmanni aðvart um þetta, og þá getið þér verið viss um, að yðar hlut- ur verður enn minni.“ „Jæja þá!“ sagði Tyge steini lostinn, „þér fáið helminginn.“ „Skrifið þér nú bréfið. Hérna er pappír og penni.“ Tyge skrifaði. Ib var alveg að stikna úr hita. Hefði ekki verið svona langt milli lians og borðsins, myndu þeir hafa heyrt andar- drátt lians og stunur, sem hann reyndi að bæla niður. Og nú hafði hann meira að segja paufað við að fara úr vestinu og taka af sér hálsklútinn, en hitinn virtist auk- ast í sífellu. „En hvern á nú að senda til Jungshoved?“ spurði Tyge, um leið og hann braut saman bréfið. „Æ, herra lénsmaður minn góður!“ svar- aði kaupmaðurinn, „haldið þér, að ég trúi nokkrum öðrum fyrir því? Ég ætla sjálfur að fara með það þegar í nótt.“ „Og ég líka,“ hvíslaði Ib æstur. „Jæja þá, í Guðs nafni! Hérna er þá bréfið.“ „En hvernig kemst ég burt héðan, svo að enginn verði þess var?“ „Við finnum einhver ráð til þess,“ svar- aði lénsmaðurinn brosandi. „Lítið þér hérna á hurðina í veggfóðrinu; þegar þér farið eftir göngunum þarna fyrir innan, komið þér að stiga á vinstri hönd, og hann liggur ofan í garðinn. Og þaðan þurfið þér ekki annað en klífa yfir girðinguna." Esper tók við bréfinu, vafði því innan í kápu sína og hvarf síðan út um veggdyrnar. „Loksins!“ stundi Ib upp hálfhátt, um leið og hann tíndi saman föt sín og rauk á dyr. XVI. Kaupmaðurinn felur bréfið. Þegar Ib kom ofan í Borgarastofuna,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.