Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 16
130 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. hún samt ekki brúna með sér, heldur skorð- aðist hún einhvern veginn á milli stöpl- anna, svo að hún sat þar föst. En ekki var viðlit að ná henni upp aftur, fyrr en vöxt- urinn hlypi úr ánni. Var því ekki um annað að gera en að hlaupa frá öllu saman. Tóku nú bændur hesta sína og riðu lieim. En ekki var viðlit að ríða ána neins staðar þar nærri. Urðu þeir því að ríða fram í dals- botninn og komast þar yfir ána. Þá vorum við Jón einir eftir og hestlaus- ir. En vestur yfir ána urðum við að kom- ast. Annar vírkaðallinn var enn uppi hang- andi. Og var eina úrræðið að fara á honum yfir um. Verst var það, að hann var svo slakur, að þótt vel væri hægt að komast eftir honurn á miðja leið, þá gat verið vafa- mál, hvernig gengi að liafa sig upp á stöpul- inn að vestanverðu. En þetta varð nú að reyna. Fann ég nú upp á því að útbúa kaðal- lykkju, sem ég gat setið í, og láta hana leika á vírstrengnum. Og þannig lagði ég af stað, þrátt fyrir það, að Snorri gerði allt, sem lrann gat til að aftra mér, með óhljóðum og bendingum, því að ekkert heyrðist nú yfir ána fyrir hávaða og beljanda straumsins, sem nú braut á brúarræksninu, og hlýddi ég því ekki. Enda gekk ferðin vel yfir, að öðru leyti en því, að erfitt var að draga sig upp brattann, þegar komið var vestur undir stöpulinn. Sá ég mest eftir því, að hafa gert þessar varúðarráðstafanir með kaðallykkj- una, því að erfiðast reyndist að færa hana upp eftir strengnum, og vildi hún alltaf renna til baka. — Þegar ég var kominn yfir, lagði Jón af stað á sama hátt og komst einn- ig slysalaust yfir um. Þegar yið vorum báðir kornnir yfir ána, fengum við alvarlegar ávítur hjá Snorra fyrir gapaskapinn. Sagði hann, að verr hefði sér liðið við að sjá okkur hanga í vírstrengn- um, heldur en er hann horfði á brúna velta ofan i iðuna. Við vorum báðir ungir og sterkir, og mun það liafa hjálpað okkur einna bezt, að við höfðum verið á leikfimi-námskeiði um veturinn og vorum orðnir töluvert: æfðir, m. a. í jafnvægis-æíingum. Gengum við síðan heim í Lönguhlíð. Hafði Snorri þar hesta sína, og urðum við svo að ríða út að Skipalóni og fá þar ferju yfir ána, en sundleggja liestana. Ekki man ég eftir, að Snorri mælti orð frá munni, eítir að við fórum frá brúar- stæðinu, og þar til við vorum komnir á Moldhaugnaháls. Þar mættum við Jóni bónda á Krossastöðum. Var hann á heim- leið frá Akureyri, og hafði hann verið að flytja konu sína veika til skips og senda hana á spítala í Kaupmánnahöfn. Jón á Krossastöðum mun ekki að jafn- aði hafa farið ófullur frá Akureyri heim til sín. Enda var hann fullur, er við mætt- um honum. Ekki fór hann af baki, en kallar í Snorra og býður honum að súpa á flösku hjá sér. Þáði Snorri Jrað, og töluðu þeir sam- an nokkra stund. Hafði Jón Jregar frétt, hvernig farið hafði með brúna, hjá manni, sem hann hafði mætt á leiðinni. Og nú seg- ist hann hafa verið að reikna út, hvað hvor þeirra liafði orðið fyrir miklu tapi í dag. Segir hann, að tap sitt við að senda konuna til Kaupmannahafnar sé á við að missa 5 kýr. En tap Snorra við að missa brúna, sé á við að rnissa 3 kýr. Sló Jón síðan undir nárann og reið af stað. Komin var hánótt, er við komum heim. Og ekki var minnzt ,á brúartapið fyrr en við miðdegisborðið daginn eftir. Sagði Jrá Snorri konu sinni aila söguna. Sagði hann einnig frá því, að við hefðum stælt um, hvernig ganga he/ði átt frá köðlunum, og segir síðan við mig: „Nær hefði mér verið að fara eftir þínum ráðum, Kristján minn.“ Þótti mér vænt inn, að hann viðurkenndi þetta. Enda vissi ég, að honum féll það miður, að ég'lærlingurinn, skyldi hafa haft. réttara fyrir mér en hann, sem var meistar- inn. Hann munaði ekki miklu að tapa

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.