Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Síða 34
148 SVEINN SICYTTA N. Kv. Sveinn stóð upp og steig út úr sleðanum og varpaði af sér kápunni. „Liðþjálfi!“ mælti hann. „Yður skjátlast ekki, ég er Sveinn Gjönge." Það var aðeins Ib, sem gaf gaum að undr- unarhrópi sumra riddaranna. Hann lyfti höfði og litaðist um í hópnum og setti upp ákaflega merkilegan ánægjusvip. Honuni skildist, að Sveinn myndi þegar hafa hugsað sér einhverja leið út úr vandræðum þessum. Og nú mælti Sveinn: „Ég er nú fangi ykkar, og þið hafið í dag unnið fyrir þrjátíu silfurdölum." „Þeir eru okkur mjög kærkomnir,“ mælti liðþjálfinn hreykinn. „Fyrir þá skal ég drekka skál þína, Sveinn Gjönge.“ „Þér gætuð’ gert mér annan og meiri greiða,“ sagði Sveinn. „Þegar ég kem til Jungshöfða, verð ég hengdur; en heima á ég konu og lítið barn. Mætti ég þá ekki senda þeim kveðju með félaga mínum?“ „Ætli við látum hann ekki fylgjast með okkur.“ „Jæja þá, en veslings bóndinn hefur ekk- ert illt aðhafst og er ekkert á mínum vegum. Öfurstinn mun eflaust láta hann lausan.“ „Hugsast gæti það,“ svaraði liðþjálfinn, sem ekki virtist kannast við Ib. „Jæja, tal- aðu þá við liann, en vertu stuttorður.“ Sveinn laut ofan að Ib og hvíslaði að honum: „Farðu að liáskæla.“ Ib var ekki seinn að átta sig og fór þegar að skæla. „Þú sérð vökina, sem höggvin er í ísinn á ánni þarna? Þegar við komum þangað og erum rétt fyrir ofan hana, skerðu sundur reipin, sem halda tunnunni og lætur hana velta út af sleðanum ofan brekkuna. — Svona, skældu, skældu nú!“ Ib vældi og skældi , löngum lotum. „ísinn mun brotna undan tunnunni," sagði Sveinn ennfremur, „og þá er fjársjóð- ur okkar vel geymdur. Miðáðu svo nákvæm- lega blettinn, þar sem hún sekkur.“ „Jæja, eruð Jrið nú ekki búnir?“ kallaði liðþjálfinn. „Á augabragði!" svaraði Sveinn og hvísl- aði síðan: „Hefirðu skilið mig?“ „Já, en ég hef misst hnífinn minn.“ „Taktu Jrá utan um mig, eins og Jrú sért að faðrna mig, og náðu í hnífinn rninn t belti mínu.“ Ib hlýddi þessu, og með flökkumanna fingrafimi náði hann hnífnum og lét hann hverfa upp í ermi sína. Sveinn steig síðan á ný inn í hóp riddaranna. Liðþjálfinn vék sér að Sveini og mælti: „Fyrst þú ert gefinn fyrir akstur, þá geturðu setzt upp í aftur og keyrt bikkjuna áfranr, svo að við komumst sem allra fyrst til hallarinnar." Sveinn leit á Ib, og hann svaraði með því að draga annað augað í pung. Síðan tók Sveinn taumana og keyrði hestinn áfram. Drekariddararnir umkringdu sleðann á Jarjá vegu. En á fjórðu hliðina lá vegurinn á blá- brún árbakkans, sem var snarbrattur niður að ánni. Ib hafði á ný setzt eins og áður á aftari tunnuna. Meðan liann þóttist vera að vefja hestateppinu um fætur sér, tókst honum í laumi að skera sundur reipin, svo að nú lá tunnan laus á sleðanum. Er þeir komu rétt á móts við vökina, vék Sveinn hestinum al- veg út á vegbrúnina og sló fast í hann með svipunni. Hesturinn hálfprjónaði við óvænt liöggið, og Ib hljóðaði upp yfir sig og velt- ist út af sleðanum ofan í snjóinn, en ýtti um leið tunnunni harkaralega út af sleðanum. Hún valt Jregar af stað ofan brekkuna, fyrst frernur hægt, en síðan lnaðara og hraðara, og hyarf að lokum ofan í vökina, sem Tam hafði höggvið til að' koma fyrir álagildrunni sinni. Atburður þessi skeði svo skyndilega og á mjög eðlilegan hátt, að engan drekariddar- anna grunaði, að hér væri brögð í tafli. Og er Ib valt út af sleðanum, gaf enginn gætur að tunnunni. Aftur á móti héldu þeir, að Ib myndi ætla að reyna að flýja og gripu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.