Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 40
154 BÆKUR N. Kv. hin fegurstu ljóð í því, að lesandinn nýtur þeirra jafnt, hversu oft sem þær eru lesnar. Margrét Jónsdóttir er löngu þjóðkunn fyrir barnabækur sínar. Eru sögur þessar og ævintýri, sem hinar fyrri bækur hennar, hinar ákjósanlegustu til lestrar fyrir ung- linga. Er vel farið, að bækur sem þessar berast nú á markaðinn í þeim görótta straum blaða, bóka, leikmynda og skemmt- ana, sem yfir þjóðina flæðir og hrífur með sér hugi unglinganna. Er ekki ósennilegt, að margt það, sem nú þykir aflaga fara hjá oss, megi rekja til slíkra áhrifa. Ber því að fagna hverri þeirri unglingabók, sem haml- ar þar í móti. St. St. Lengsla frumsamin skáldsaga á islenzku. Árið 1946 gaf ísafoldarprentsmiðja út L bindi skáldsögu eftir áður algerlega óþekktan höfund, Guðrúnu frá Lundi. Hét saga þessi Dalalif. Þetta var allmikil bók, 236 bls. í stóru broti. Þetta er sveitasaga, látin hefjast um 1860. Það, sem einkenndi sögu þessa, var fyrst og fremst, hvað höf- undi tókst að gera sögupersónurnar eðli- legar. Ennlremur, hvað höfundi tókst vel að lýsa daglegu lífi fólksins, störfum þess, skemmtunum, viðræðum o. s. li v. Saga þessi er lifandi frásögn, enda mikið lesin. Annað bindi sögu þessarar kom út 1947, þriðja bindi 1948 og fjórða bindi 1949. Var sagan þá orðin alls 1604 bls., og einlægt jafn skemmtileg og sögupersónurnar með sínum föstu einkennum. En sögunni var enn ekki lokið, og munu flestallir lesendur hennar hafa beðið eftir endi hennar með mikilli eftirvænitngu. Og nú er loka-bindið kom, ið, nær 600 bls., og er þá sagan öll orðin 2189 bls. og lengsta frumsamin skáldsaga á íslenzka tungu. Ég er nýlega búinn að fá það í hendur, og mér hefur ekki enn gefizt tími til þess að lesa það allt til enda. En það, sem ég er búinn að lesa af loka-bindi þessarar rniklu skáldsögu, sýnir mér, að frá- sögn Guðrúnar frá Lundi er jafnlifandi og áður. Vinsældir Dalalis-sögu eru þegar að verða álíka miklar og Heiðabýlis-sögu Jóns Trausta. Þ. M. J. Aðrar bækur, sem nýlega hafa borizt N. Kv.: Agúst Helgason i Birlingaholti: Endur- minningar. Skráðar af honum sjálfum. Sig- urður Einarsson bjó undir prentun og reit inngang. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri. 1951. Ásgeir Jónsson frá Gottorp: Samskipti rnanns og hests. Bókaútgáfan Norðri. Akur- eyri. 1951. Björn Ól. Pálsson: Tjaldað til einnar nœtur. Sögur. Bókaútgáfan Edda. Akureyri 1951. Björn Ól. Pálsson: Hjá Búasteinum. Skáldsaga. Bókaútg. Edda. Akureyri 1951. Bjarni Jóhannesson: Sagnaþættir úr Fnjóskadal. Bókaútg. Edda. Akureyri 1951. Pétur Beinteinsson frá Grafardal: Kvœði. Utg. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1951. Hulda: „Svo liðu tregar Síðustu kvæði. Útgef. ísafoldarprentsmiðja li.f, Reykjavík MCMLI. Stefán Jónsson: Hjalti kemur heim. Skáldsaga. Útgef. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1951. Elinborg Lárusdóttir: Anna María. Skáld- saga. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1951. Þorbjörg Árnadóttir: Draumur dalastúlk- unnar. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1951. Kathleen Norris: Yngri systirin: Svava Þorleifsdóttir íslenzkaði. Útgef. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík. 1951. Warwick Deeping: Heimt úr helju: Leif- ur Haraldsson íslenzkaði. Útgef. ísafoldar- prentsmiðja h.f. Reykjavík. 1951. Kristján Sig. Kristjánsson: Eins og mað- urinn sáir —. Bókaútgáfan Norðri. Akur- eyri. MCMLI.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.