Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 36
N. Kv. Bækur. Arni Jónsson: Einum unni ég manninum. Akureyri. 1951. B. S.- útgáí'an. Hér er nýr höfundur á ferðinni, sem kveður sér liljóðs á skáldaþingi íslands með stórri skáldsögu. Ekki er þó svo að skilja, að um nýgræðing sé að ræða, því að Árni liefur um langt skeið fengizt bæði við ljóða- gerð og leikrit, þótt fátt liafi birzt af því á prenti. Ekki þarf lengi að blaða í þessari bók til að finna, að hér er að verki liöfundur, sem bæði er gáfaður og menntaður og geng- ur að starfi sínu með virðingu, en veður ekki áfram og leitast við að draga til sín athygli lesandans með klúryrðum, orð- skrípum og tilgerðarmasi. Oll frásögnin er siðfáguð, málið hreint og vandað, og höf hefur frá upphafi boðskap að flytja. Sagan er að vísu harmasaga, á venjuleg- an mælikvarða, en hún er einnig saga þess, liversu liinir þyngstu harrnar skýra gull mannsins og kenna honum að nota og finna innsta kjarna tilverunnar. Hún sýnir oss einnig fágæta drenglund og siðferðis- þrek, og er í því efni sem allir syndi eins og iðgrænt ver á þeinr eyðisundum ljót- leika og vonzku, sem svo mjög gætir í ís- lenzkri skáldsagnagerð á seinni árum. Og hún er ádeila á ábyrgarlausa léttúð, og lrún er rituð af þeirri virðingu fyrir manninum, sem nauðsynleg er til þess að skapa góð skáldverk um nrannleg örlög. Höf. þekkir persónur sínar til hlítar og kann að lýsa þeim, svo að þær verða minnis- istæðar, og ekki þætti mér ósennilegt að Steinunnar, kvenlietju sögunnar, yrði lengi minnzt, þar senr getið er þess, sem vel hefur verið gert í íslenzkum mannlýsingum. Enginn nrundi telja söguna gallalausa. Form lrennar er nýstárlegt og frumlegt, en fyrsti lrlutinn er of langdreginn. Höf. lýsir þar brúðkaupsveizlu, og dregur þar franr á sjónarsviðið fjölda persóna, sem raunar koma sögunni ekkert við, en gefa lesand- anum innsýn í líf heillar sveitar. Á sögunni sjálfri er þetta galli, en vafasamt þykir mér samt, lrvort höf. sýnir annars staðar betur, lrvað í honum býr, en þar. Svo vel tekst lronum að kynna fólkið og segja örlagasögu þessa í fáum setningum. Vafasamt mun og þykja, hvort örlagaatburðir sögunnar, mannvíg í ölæði, hefði getað orðið með þeim hætti, sem lýst er. En ég hygg þó, að nútíma sálvísindi myndu telja rökrétt með farið, þótt um óvanalega atburði sé að ræða. Og höf. fellur livergi í þá freistni, að gera frásögn sína reyfaralega. Síðari liluti sögunnar er sagður í sendi- bréfum. Þetta þykir mér bezti hluti bókar- innar og skrifuð af snilld. Vona ég að höf. eigi eftir síðar að skrifa heila sögu í sendi- bréfum. Fáir íslendingar hafa reynt slíkt, og er því um nýjung að ræða. Eg vil ekki ræna lesendur þeirri ánægju að kynna sér sjálfir efni sögunnar, enda verður það ekki rakið í stuttu máli svo gagn sé að. En ég óska höf. til hamingju með snjalla frumsmíð og óska þess og vona að hann megi auðga íslenzkar bók- menntir með mörgum sögum slíkum sem þessi er og enn betri. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Lecomte du Noúy: Stefnumark mannkyns. Jakob Kristinsson ís- lenzkaði. Bókaútgáfan Norðri. Ak- ureyri 1951. Þýðandinn segir ,í formála fyrir bókinni, að þegar hann liafi lesið bók þessa, liafi sér þótt hún heillandi og stórnrerkileg. Efni bókarinnar er um heimshugmyndir manns- ins, þróun lífsins og þróun og ætlunarverk

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.