Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 9
N. Kv. ÞÁTTUR UM LILJU GOTTSKÁLKSDÓTTUR 123 felldur í kvennamálum eins og áður er urn getið. Mælt er, að þegar ein kærastan brást honum, hafi hann kveðið þessar vísur: Slag fær byggðin, eina enn agar styggða blandið: á snaga ótryggða sundur senn sagast tryggðabandið. Marst er fár í heimi hér, hartnær klárast geðsmuner, hjartað sára skurði sker, skarta tár á vöngum mér. Um veðrið kvað Jón þessa vísn: Niðaþoka felur Frón, frið er lokuð tel ég sjón; hríðin strokar, hélar sjón, hýða rokur selalón. Um mann, sem var að búast í róður, kvað hann: , Hafsteinn er að fara á flot, fiskjar til sem aðrir. Eru sveigðar undir brot ála súlu fjaðrir. Lilja Gottskálksdóttir var enginn eftir- bátur bróður síns í kveðskap, en varla var hún eins illyrt og Jón. Heldur mun Lilja hafa verið illa þokkuð, einkum framan af ævinni, og er þess getið í Skagstrendinga- sögu Gísla Konráðssonar, að hún hafi lent í þjófnaðarklandri eða þjófshylmingu, og var hún dæmd til hýðingar. Þó var Lilju ekki abs góðs varnað. Hún var barngóð og greið'amanneskja, ef fátækir áttu í hlut. Þessa vísu kvað hún eitt sinn við lítinn dreng. Þegar fáir leggja lið lyndis smáir spranga, Óli dável unir við elligráan vanga. Lilja var tvígift. Fyrri maður hennar var Pétur Jóiisson á Þangskála á Skaga, Mika- elssonar, prests í Vesturhópshólum, og bjuggu á Þangskála við allgóð efni. Pétur hafði verið giftur áður og var allmikið eldri en Lilja. Hálfgert óorð mun hafa verið á Þangskálaheimilinu í búskapartíð Péturs og Lilju, en ekkert verður nú fullyrt um rétt- mæti þess.1) Pétur dó 1865, og réðist þá til Lilju, sem fyrirvinna, Jón Sigmundsson, hálfbróðir Sigvalda Jónssonar skálda, frá Gvendarstöðum, Þorleifssonar. Jón þótti allótérlegur ásýndum, og þegar hann fór eftir ársdvöl með Lilju, kvað hún: Missti ég fríðan mækja-Bör, minnkar blíðu gengi; óláns hríðar élin liörð á mig stríða lengi. Ekki græt ég örva-Týr, þótt öll sé kæti á förum. Hann var ætíð illa hýr og með skætingssvörum. Er Lilja hafði verið í ekkjustandi í tvö ár, bar það til, að skip af austurströnd Skaga- fjarðar kom þar að landi og lagðist þar nokkra daga vegna veðurs. Sátu skipverjar í góðum fagnaði á Þang- skála. Einn skipverjanna hét Sveinn Páls- son, ættaður úr Akrahreppi, gáfaður maður, en vínhneigður og lausungsmenni. Kváðust þau á, Lilja og Sveinn, og kom hið bezta saman. Er Sveinn fór kvað Lilja: ]) í Blöndu V, bls. 176, segir um þau Lilju og Pétur: „Höfðu þau hjú á sér misindisorð og voru viðriðin líkarán í sambandi við Haffrúarstrandið 1864.“ Hvergi hef eg séð þessa annars staðar getið, og í Annál 19. aldar III, bls. 231, er haft á orði, hve drengilega þeir Skagamenn liefðu brugðizt við, er slys þetta varð. Má vel vera, að hér sé málum eitthvað blandað, og ruglað hafi verið saman Haf- frúarslysinu og því, er Jón Grímseyjarformaður fórst á þessum slóðum, en það var 1730, eða 134 árum áður. Þá voru framin líkarán af hjónunum í Neðra-Nesi, Einari Halldórssyni og Herþrúði Þor- bjarnardóttur. Sjá Skagstrendingasögu og Ömmu II, bls. 26. 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.