Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 37
N. Kv.
BÆKUR
151
mannsins. Þetta er tvímælalaust einhver
langmerkasta bók, sem nokkru sinni hefur
verið þýdd á íslenzka tungu, og mun öllum
hugsandi mönnum, sem hana lesa, fara sem
þýðandanum, að þeirn mun þykja hún heill-
andi og stórmerkileg. Þýðingin er með af-
burðum góð, en mikill vandi er að þýða
svona bók, svo að vel sé.
Þ. M. J.
Páll ]. Árdal: Ljóðmceli og leikrit.
Bókaútgáfan Norðri. — Akureyri
1951.
Þetta er rnikil bók, XXXVI + 414 bls. í
stóru broti. Steindór Steindórsson mennta-
skólakennari hefur séð urn útgáfuna, en ýt-
arlesan formála um höfundinn hefur dótt-
ursonur hans, Steingrímur J. Þorsteinsson,
skrifað. Er þarna prentað stórt úrval af
kvæðum skáldsins og sjö leikrit. Allmörg
kvæði eru í þessari útgáfu og þrjú leikrit,
sent ekki hafa komið á prent áður. En Páll
Árdal var svo merkur rithöfundur, að leitt
er, að bókaútgáfa Norðra skyldi ekki sjá
sér fært að gefa út heildarútgáfu af ritum
hans. En ef til vill selzt þetta bindi svo vel,
að útgáfan ráðizt í að gefa út annað bindi
með þeim ljóðmælum og leikritum skálds-
ins, sem ekki voru tekin í þetta bindi, og
ennfremur skáldsöguna Skin og skuggi.
Þ. M. ].
Jón fíjörnsson: Valtýr á grcenni
treyju. Skáldsaga. — Bókaútgáfan
Norðri. Akureyri MCMLI.
í Austra hinum eldra kom út árið 1884
saga eftir handriti Magnúsar Bjarnasonar á
Hnappavöllum, er nefndist Valtýr á grænni
treyju. Næst kemur saga þessi út einnig eft-
ir handriti Magnúsar, í Þjóðsögum og
munnmælum 1899, og enn í 3. skipti, örlít-
ið breytt, í I. bindi þjóðsagna Sigfúsar Sig-
fússonar árið 1922. Og loks kom hún út í
þjóðsagnakver Magnúsar Bjarnasonar árið
1950. í aðalatriðum er sagan eins í öllum
þessum fjórum útgáfum, enda er Magnús
Bjarnason aðalheimildarinaður fyrir þeim
öllum, en hann kveðst hafa skrifað söguna
eftir fróðum manni austan úr Vallahreppi
og móður hans. Aðalefnið í Valtýssögu er
það, að sendimaður Péturs sýslumanns Þor-
steinssonar á Ketilsstöðum finnst í lág mitt
á milli Eyjólfsstaða og Ketilsstaða á Völlum.
stunginn 18 stungum, að dauða kominn, og
hafði verið rændur silfri, er hann hafði með-
ferðis. Og þegar hann er spurður, hver hefði
veitt honuin áverkana, þá getur hann aðeins
sagt, áður en hann deyr: „Valtýr á grænni
treyju." En á Eyjólfsstöðum, segir sagan, að.
þá liafi búið valinkunnur sómamaður en
efnaður, er Valtýr hét, og gekk oft á grænni
treyju. Jón Arnórsson lögsagnari á Egils-
stöðurn lætur taka hann fastan og dæmir
hann til dauða og lætur taka hann af lífi,
þrátt fyrir neitun Valtýs og fyllri sannanir
en orð hins deyjandi manns. Nokkrum ár-
um seinna sannast sakleysi Valtýs á Eyjólfs-
stöðum, en upp kemst um morðingjann,
sem líka hét Valtýr, og var hann síðan af lífi
tekinn.
Nálægt síðustu aldamótum, er ég, sem
jressar línur rita, var um fermingaraldur,
fór ég eitt sinn með Sigfúsi Sigfússyni þjóð-
sagnasafnara að skoða aftökustaðinn,
skannnt fyrir ofan Egilsstaði, á hinum svo-
kallaða Gálgaás. Upp á gálgaklettinum
mátti enn sjá stóra steina, er höfðu sýnilega
verið settir ofan á þann enda gálgans, er var
á klettinum. En þar undir var allstór kletta-
liylla og voru í henni mannabein í hrúgu.
En undir hillunni, neðan við klettinn mátti
sjá að grjót hafði verið borið saman ofan á
dys sakamannanna. Sagði Sigfús mér að bein
þessi, er í klettahyllunni voru, væru beinin
af Valtýr á grænni treyju, þ. e. s. morð-
ingjanum, því að bein Valtýs á Eyjólfsstöð-
um myndu hafa verið grafin í kirkjugarði,
Jregar upp komst um sakleysi hans. Nokkr-