Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 27
N. Kv. SVEINN SKYTTA 141 „Hafið þér nokkurn tíma hitt Svein Gjönge og hans menn?“ ,Svona öðru hvoru. En þeir gera mér ekkert mein.“ „Hvernig stendur á því?“ „Eg hef einu sinni gert Sveini góðan greiða, er hann var illa staddur, og þá gaf hann mér merki, og láta menn lians mig því í friði.“ „Hvaða merki var það?“ „Það var aðeins handa sjálfum mér, ekki öðrum. — En livað er nú orðið af förunaut- urn yðar?“ „Þeir eru víst komnir svo langt á undan, að okkur er vissast að hraða okkur til að ná í þá,“ mælti Espen. „Nei“ svaraði Ib, „okkur liggur ekkert á. Fyrst skuluð þér nú segja mér, hvar þér hafið falið bréf það, sem þér buðust til að færa ofurstanum á Jungshoved.“ „Bréf — til ofurstans,“ endurtók Espen. „Mér er ekki kunnugt um neitt þess háttar bréf.“ „Það er ekki til neins að vera að þræta fyrir það; ég var nærstaddur í salnum, er Tyge Höeg skrifaði það og fylgdi yður til dyra.“ „Æ, guð náði mig, auman mann!“ hróp- aði kaupmaðurinn, og féll á kné frammi fyrir Ib og teygði upp hendurnar. „Getið þér fengið af yður að gera mér mein? Eg sem á konu og þrjú lítil, saklaus börn heiina í Vordingborg.” „Bréfið, bréfið!“ hrópaði Ib og dró upp skammbyssuna. „En ég hef ekkert bréf,“ svaraði Espen grátandi. „Fyrst þér heyrðuð allt, sem fram fór þarna inni, liafið þér eflaust einnig heyrt, að lénsntaðurinn eftir á hætti við að senda bréfið með mér og sagði, að það gæti beðið, þangað til hann riði sjálfur yfir til Jungshoved á morgun. Hann sagði þetta við mig, er hann fylgdi mér til dyra, og síðan hélt ég af stað minna erinda." „Lofið mér þá að atliuga í vasa vðar,“ mælti Ib, er nú hafði ruglast lítið eitt í rím- inu. „Já, það er velkomið!" svaraði Espen og nam staðar. Ib rannsakaði nú rækilega allan fatnað kaupmannsins, vasa, ermar og fóður, en þar var ekkert bréf að finna. „Trúið þér mér nú?“ spurði Espen. „Ætli það ekki,“ svaraði Ib vonsvikinn. Síðan héldu jieir áfram um hríð, kaupmað- urinn á undan, og Ib spölkorn á eftir llon- um og var að velta fyrir sér, livað hugsa skyldi um bréf Jretta. „Bíðið agnarögn!“ kallaði Iiann rétt á eftir. „Lofið mér að líta ofan í skóna yðar.“ „Jæja, þá það,“ svaraði Espen og nam staðar, studdi sig fram á stafinn og færði sig úr skónum á víxl. En þar var heldur ekkert bréf. Síðan hófu þeir göngu sína á ný, unz Ib nam staðar og mælti: „Við gleymdum að líta eftir í húfunni yðar.“ Espen tók húfuna af höfði sér og rétti Ib hana, og glotti um leið íbyggilega í laumi; en Ib var nægilega skarpskyggn til að veita Jressu eftirtekt, og þar með voru örlög Espens ráðin. En nú voru Jreir komnir í síðustu veg- bugðuna, og blasti við þeim Jungshoved höll, er bar greinilega við hvítan snjóinn umhverfis. Kaupmanninum varð léttara um andardráttinn og hugði hættuna fjarlægjast í hverju spori. Nú giillti hann gegnum myrkrið varðmennina á virkisgarðinum, og vindllugurnar a ha.ilarturninum sveifluðust ískrandi á stöngum sínum. Samferðamenn- irnir tveir voru nú komnir að lóninu utan við varnargarðinn, og lá brú yfir það beint fram undan. Espen var orðinn dauðuppgef- inn, en nú herti hann samt gönguna. Þá datt Ib skyndilega nokkuð í hug. Hann þreif í staf Espens, en hann streittist á móti af öllum kröftum. Tók Ib hann þá upp undir hendi sér og lyfti honum upp yfir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.