Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 21
N. Kv. SVEINN SKYTTA 135 sér og hvíslaði lágt og skjálfrödduð, svo að varla heyrðist: „Æ, náðugi herra! Ég vil svo gjarnan setj- ast að hérna í höllinni. Æ, verið þér rnisk- unnsamur við mig, litla stúlku.“ „Mikill heimskingi getur faðir hennar verið,“ svaraði Tyge Höeg, „ég hefði ekki átt að segja þetta svona blátt áfram. Hann hefir borið upp kærustu hjartans ókir mínar alveg þveröfugt. Ég myndi nú sízt af öllu vilja hryggja hana eða gera henni nokkuð til meins. Þurrki hún nú fallegu augun sín og bregði sér ofan til ráðskonunnar. Ég þarf að spjalla einslega við föður hennar á með- an.“ Elín reis á fætur og varð glöð við að fá að fara burt. „Komi hún hérna snöggvast, áður en hún fer ofan,“ mælti Tyge og setti upp eins vina- legan svip, og honum var frekast unnt. „Komi hún hingað, sæta brúðan mín, svo að ég geti klipið ofurlítið í rauðu kinnarnar hennar." Elín hlýddi liikandi, og flýtti sér síðan út úr salnum. „Jæja þá, herra lénsmaður!" mælti Espen, er þeir voru orðnir einir, og skákaði sér nið- ur í stólinn við hliðina á Tyge. „Hvernig lízt yður svo á litlu stúlkuna?“ „Yfirleitt allvel, hún er lagleg á að líta, og þér segið, að hún sé vön hússtjórn heima hjá yður; en þér farið aðeins aftan að sið- unum og alveg öfugt með þessu hjali yðar og blaðri, svo að þér hafið gert stúlkuna dauðhrædda." „Látið þér mig bara sjá um það,“ mælti kaupmaðurinn. „Ég er Elínu kunnugastur og veit því vel, hvað ég geri.“ „Jæja, jæja, hvers krefjist þér þá fyrir, að ég fái hana hingað til mín á herrasetrið?“ „Við vorum nú orðnir ásáttir um það; ég krefst aðeins að lá allan hálminn í húsgarð- inum hérna fyrir utan.“ „Það er alltof mikið, Espen, það er svei mér of mikið. Þér hafið nú þegar tæmt tvær af hlöðum vorum, og hvernig lialdið þér svo að fari fyrir mér eftir á, þegar að reikn- ingsskilunum kemur?“ „Ég býst nú við, að þér getið sparað yður öll reikningsskil framvegis,“ svaraði Espen og hló dátt. „Við seljum Svíjunum allan hálminn, og aðrir luisbændur verða senni- lega ekki hér til lands héðan af.“ „Hve mikið höfðuð þér upp úr því síð- ast?“ „Já, hamingjan góða! Hingað til hefi ég ekki fengið svo mikið sem einn skilding af borguninni. Þessi bannsettur höfuðsmaður frestar alltaf borguninni dag frá degi. Síð- ast hafði hann lofað því hátíðlega að borga mér í dag, en er ég kom til herbúða hans í morgun, hagaði hann sér algerlega eins og vitstola maður, blótaði og hrópaði upp yfir sig og sagði að kapelláninn hefði stolið frá sér fimmtíu þúsund ríkisdölum." Tyge skellti upp yfir sig. „Æ, segið sög- una upp aftur,“ lirópaði hann, „það er hressandi að geta hlegið almennilega. Ekki nema það þó, kapelláninn, þessi bannsettur blánefur! — Hvað sögðuð þér, að það hefði verið mikið?“ „Hvorki meira né minna en fimmtíu þús- und ríkisdalir," endurtók kaupmaðurinn. „En annars kvað vera eitthvað satt í þessu, því að ég spurði Manheimer liöfuðsmann nánar um þetta og komst þá að því, að tengdafaðirinn, presturinn gamli, hafði af- hent uppliæð þessa svonefndum Sveini Gjönge, sem svo margar sögur fara af hér um sveitir, og að hann hefði átt að fara með peningana til Kaupinhafnar. Og það er satt og víst, að í nótt liafi verið heljar mikið uppistand og gauragangur í bænum." Tyge hafði sigið niður í stólnum og virt- ist í djúpum hugleiðingum án þess að veita sögu Espens frekari gaum. Skyndilega rank hann upp og hrópaði: „Fimmtíu þúsund ríksidalir! — Ha?“ „Já, það er svei mér laglegur skildingur." „Ég myndi svei mér ekki lúta kónginum,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.