Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Síða 11
N. Kv. VALGERÐUR 5 engan þátt í samræðum þeirra. Hann liafði samt nógr að hugsa um. Þessi stúlka varð auð- sjáanlega ekki tekin sömu tökum og dáencl- ur hans í kaupstaðnum. En falleg var hún, lang-girnilégust þeirra allra, vöxturinn og andlitið blátt áfram töfrandi. Það hlaut að vera seiðandi unun að leggja handlegginn utan um granna mittið hennar og kyssa fannhvítan liálsinn. Og mikið mætti það vera, fengi hann aldrei leyfi til þess. Að kaffidrykkjunni lokinni stóð Skúli upp og gekk til herbergis síns. Þar var þjón- ustustúlkan fyrir og var að taka til í herberg- inu. Hann brá handleggnum yfrum hana og sagði hlæjandi: „Ósköp ertu nú fýluleg, Ella mín!“ Hún losaði sig ekki úr armtaki hans, en leit raunalega á hann, og tár stóðu í augum hennar. Hann hló. „Sem ég er lifandi maður og heiti Skúli, þá ertu þegar orðin afbrýðis- söm, litla flónið mitt!“ Hún hallaði höfði að brjósti hans. „Er það ekki von. Hún þarna er bæði fríð og rík, — en ég bara — Ella.“ „Já, einmitt svona Ella, eins og eftirlætis- goðið mitt, hver heldurðu jafnist á við það í mínum atigum?" Hann kyssti hálfopnar varir liennar og hló á ný. „Mikið er kvenfólk annars vitlaust. Alltaf er það ýmist hrætt við okkur karl- mennina, eða hrætt um okkur, hversu sak- lausir sem \'ið erum.“ „En ég er hvorugt, ekki þegar þú átt í hlut. Þú sem ert beztur allra,“ sagði unga stúlkan og brosti. Nú var gengið upp stigann, og eins og ör- skot greip Ella ryksópinn og fór að strjúka myndirnar á veggjunum, en Skúli var se/.tur við skrilborð sitt og var niðursokkinn í að lesa bók, sem þar hafði legið. Drepið var á dyr, og öldruð kona lauk upp hurðinni. Þetta var ráðskona kaupmannsins, sem lét kalla sig fröken Önnu, enda liafði hún aldrei bam átt, en gárungarnir kölluðu hana mad- dömu Jenssen og sögðu, að einhvers konar hjónabönd gætu vel átt sér stað, án þess að presturinn ætti þar nokkurn hlut að máli. Fröken Anna var um fimmtugt, en ungleg í yfirbragði, og klæðnaður hennar og fram- koma bar það með sér, að hún var í virðing- arstöðu. „Góðan daginn, Skúli. Fyrirgefið, að ég ösla svona inn í herbergi yðar,“ sagði hún vingjarnlega. En svo breyttist rómur hennar skyndilega og varð harður og óþjáll: „Ósköp ertu lengi, stúlka, að taka til í fá- einum herbergjum. Komstu nti einhvern tírria að þessu og sæktu mér svo ýmislegt í matinn. Þeir ætla að borða hérna einhverjir af skipinu, og svo er þessi fröken.“ „Ég er búin,“ sagði Ella glaðlega og gekk út með Önnu. Meðan þessu fór fram í herbergi Skúla, töluðust þau við í dagstofunni, kaupmaður og Valgerður. Hann skýrði henni frá, hvað hún fengi í fastalaun fyrir starf sitt, „og svo hef ég hugsað mér, að þér hefðuð þriðjapart af aukatekjum, en tveir þriðju þeirra gengju til mín, — það er að segja hreppsins. Og svo er sjálfsagt, að þér borgið ekki húsaleigu. Ég hef haft mikið fyrir að koma þessu í kring, og vona ég, að þér séuð ánægð með þessa kosti?" Valgerður brosti. Við sjúkrahúsið, sent hún fór frá, liafði hún haft þrefalt liærri laun og allt frítt. En hún liafði aldrei luxgsað sér að græða í Skagaþorpi. „Ég geng að þessum kostum,“ svaraði liún stillilega, „en áskil inér að vera frjáls með sjúklinga mína.“ „Ég skil ekki, livað þér eigið við.“ „Ég á við, að ég vil stunda alla, án þess að lireppsnefnd bendi mér á þá, — einungis að mér linnist þeir liafa þess þörf.“ „Auðt'itað, auðvitað. Því meiri verða okk- ar tekjur. Og ég skal stinga því að yður, að það er alveg óhætt að setja þorpsbúum hér það, sem fyrir þá er gert. Þeir eru ekki svo fátækir.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.