Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Side 18
56 SVEINN SKYTTA N. Kv. sleða sínum og smáu augun lians svörtu viku ekki frá glugganum. Er konungur gaf honum bendingu, spratt liann á fætur, varp- aði hirtinum á herðar sér og hljóp upp tröppurnar. „Sannarlega er þetta í fyrsta sinn, sem vér veitum ríkissköttunum móttöku í svona umbúðum," sagði konungur við Gabel. I sömu svifum voru dyrnar opnaðar. Ib steig inn fyrir með hjörtinn á herðum sér og brosti út undir eyru. Hann lagði hjört- inn af sér fyrir innan dyrnar og áræddi ekki að ganga innar á gólfið. Var sem allri hug- rekki lians væri af honum svipt í einni svip- an, og nú leit hann á Svein, feiminn og Iiik- andi eins og krakki, og bjóst sýnilega við hjálp úr þeirri átt. Og er konungur gekk fram á rnóti honum, tók Ib undir sig heljar mikið stökk í áttina til Sveins og féll síðan á kné og þrýsti húfu sinni að brjósti sér. „Stattu upp, sonur sæll! “ sagði Friðrik konungur alúðlega, eins og honum var tamt. „Vér höfum frétt afrek þín og viljum því votta þér velþóknun vora og hylli.“ „Náðuga liátign!" svaraði Ib stamandi og sneri húfunni feimnislega milli handa sér. „Drottning yðar vistaði mig sem duglegan stríðsmann og lreiðarlegan, og Himnafaðir- inn staðfesti það og hefur síðan hjálpað mér.“ „Þið tveir, sem Itér standið, hafið þá einir saman megnað að flytja fjársjóð þennan um þvert landið, þótt það væri þétt setið af fjandmönnum." Ib leit hreykinn til Sveins, því að vinsemd konungs hleypti í hann kjarki til að svara: „Þessi hjörtur liefur kostað Svía mörg dýr mannslíf." „En ykkur þá?“ .Sveinn Gjönga kann ráð við öllu, hann er svo vitur og gerhugull." ,En hvernig eigum vér þá að launa dyggð þína og tryggð í þjónustu vorri?“ „Vill minn allra náðugusti konungur skýra drottningu sinni frá því, að ég hafi verið hugrakkur og reynt að vera henni góð- ur stríðsmaður, eins og hún bað mig um, þá er ég vel ánægður.“ „Þau boð skal ég bera henni. En svo eru það laun þín, maður, vertu alveg ófeiminn, þú þarft engu að kvíða.“ Ib tók andann á lofti og kinkaði aðeins kolli að vanda er honum varð orða vant. Því næst hvíslaði hann lágt og feimnislega: „Ef yðar konunglega hátign vildi aðeins leyfa mér að kyssa á hönd yðar, mun ég vera yður innilega þakklátur." Það var einkennilegt blik í augum Frið- riks konungs, er hann rétti fram höndina. Ib þurrkaði sér um munninn á kápulafi sínu og laut áfram, svo að hann gat kysst á hönd konungs án þess að taka í hana. „Bresti hann ekki kjark til að bera það fram, veit ég að hann hefir aðra ósk í huga,“ sagði Sveinn. „Segi hann þá til,“ mælti konungur, „ég mun játa henni fyrirfram, sé það á rnínu valdi að veita hana.“ „Nei, ég vil ekki segja það,“ sagði Ib. „Talið þér þá á hans vegurn, Gjöngefor- ingi minn!“ Ib leit til Sveins bænaraugum og hristi höfuðið en Sveinn virtist ekki veita því eftirtekt og svaraði: „Sökum þess að maður þessi mundi hik- laust ganga í dauðann til að framkvæma allra smæstu óskir yðar hátignar, og sökum þess, að lrann hefur haft dauðann daglega fyrir augum, síðan við tókum við fjársjóð- inum í Vordingborg, grátbænir liann nú um, að konungurinn leyfi lionum að bera sama búning og merki sem varðstjórar yðar.“ „Hvers vegna óskar hann sér staklega að bera varðstjórabúning?“ spurði Friðrik kon- ungur. „Mér er aðeins kunnugt, að þetta er inni- leg ósk hans, en ekki hvaða rótum hún er runnin af,“ svaraði Sveinn brosandi. „Það er sökum þess, að mér þykir þessi

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.