Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Qupperneq 41
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 79 ýmsa liluta, sem ég hafði smíðað í hjáverk- um, og gekk hann liart et'tir, að ég greiddi Jretta af fyrstu laununum, sem ég fengi fyrir vinnu mína. — Jakob Havsteen var alltaf fús að lána nlér, og skuldaði ég honum nú rúmar 100 krónur, sem var aðallega fyrir föt. Þegar ég fór að semja við hann, áður en ég fór úr bænurn, sagði hann aðeins: „A, hvað! Þú borgar þetta bara, þegar þú getur. Ég er ekkert hræddur við að eiga þetta hjá þér.“ Ég lield, að ég hafi verið á annað ár að borga þessar skuldir. En báðir fengu sitt. Kaupið var ekki hátt í þá daga. Og þótt unnið væri fyrir liæsta kaupi, gerði lítið betur en að maður gæti lifað af því. Ég hef nú sagt nokkuð frá námsárum nrínum hjá Snorra Jónssyni og lýst honum sjálfum nokkuð. Mætti ef til vill draga þá ályktun af lýsingu minni, að nrér hafi líkað illa við hann. Enda hef ég ekki sagt frá öðru en harðneskju og vinnuhörku. En Snorri átti einnig góðar lrliðar. Og konu átti hann svo góða, að ég lref aldrei þekkt jafngóða lrúsmóður. Enda bætti lrúir nrann sinn mik- ið. Unni Snorri lrenni nrjög og tók nrikið tillit til hennar vilja og ráða. Snorri var að eðlisfari nrjög dulur nraður og fátalaður, og ekki lagði hann öðrum mönnunr illt til. En þegar vel lá á honum, gat hann verið skemnrtilegur. Hann var al- inn upp í fátækt, og þó við miskunnarlausa liarðneskju. Sá er þekkir sögu hans frá barndómi, getur ekki búizt við lronum öðru \ ísi en liann var. Hann sagði mér einu sinni sögu sína, og var hún ekki glæsileg: Snorri var fæddur og uppalinn í Svarf- aðardal. Frá því er hann var barn, var hann lánaður burtu í hverja vistina annarri verri. Um tvítugsaldur strauk hann að heiman og kornst í skip, sem var á leið til Danmerkur frá Akureyri. Halði það lagzt við Litla-Árskógssand til að taka fisk. Þá kom Snorri þar og biður um far til Dan- merkur og býðst til að vinna fyrir sér á leið- inni. Tókust samningar með honum og skipstjóra eftir nokkurt þjark og vafninga. Þá átti Snorri ekki annað en fötin, sem hann stóð í, og 25 aura í vasanum. En föt hans voru saumuð úr strigapokum, og skórnir voru tréskór. Þetta var aleiga hans, þegar hann lagði leið sína til útlanda, óráð- inn í, hvað liann skyldi til bragðs taka. þeg- ar þangað kæmi. Skipstjóranum féll vel við Snorra á leið- inni. Hann var duglegur og vann vel fyrir sér á leiðinni, en það tók 3 rnánuði, þar til þeir náðu höfn í Danmörku. Tók þá skipstjórinn að sér að útvega honum vinnu, en hafði hann um borð, þar til honum tókst að koma Snorra fyrir senr lærlingi á skipasmíðastöð nokkurri. Námstími var 5 ár og vinnutími 12 stundir á dag. Og fyrir þetta fékk hann aðeins fæði. Ymsar sögur sagði Snorri mér frá veru sinni þessi 5 árin á skipasmíðastöðinni, og voru sumar þeirra þannig, að mér fannst varlegra að trúa þeiin ekki skilmálalaust. Datt mér stundum í hug, að hann segði okkur þessar ótrúlegu sögur til að fegra sinn málstað oaon^art okkur lærlingunum. F.n síðan lief ég heyrt svo margar sögur af kjör- um lærlinga hjá dönskum meisturum, að ég efast ekki um, að Snorri hafi sagt allt satt. Og víst er það, að kjör okkar, lærlinga Snorra, hafa verið hreinasta paradís í saman- burði við kjör þau, senr liann varð að þola, á meðan hann var lærlingur í Danmörku. Satt er það, að oft fannst mér hann vera óþarflega kröfuharður og heirnta meira af okkur, en sanngjarnt væri. En seinna skild- ist mér, að þetta var okkur fyrir beztu. Hann setti okkur þegar í upphafi strangar reglúr, senr við urðum að fylgja. Kærnum við t. d. of seint til vinnu á morgnana, eða frá mat, þó að eigi munaði nema 5 mínút- um, urðunr við að vinna þær mínútur franr yfir á kvöldin. Og værum við ekki komnir inn fyrir kl. 10 á kvöldin, þá yrðum við lokaðir úti. Sjálfur lokaði lrann lrúsinu á hverju kvöldi á mínútunni kl. 10.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.