Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 14
6 ANDRA SAGA N. Kv. urinn upp á því að fara með Andra í smala- mennsku og taldi liann heimskan og ónýtan smalahund. Oft kom á heimili drengsins sagnaþulur- inn nafnkunni, Sigfús Sigfússon. Voru þeir Sigfús og drengurinn náfrændur og miklir vinir, og enginn gestur var drengnum kær- komnari en Sigfús. Jafnan fagnaði og Andri Sigfúsi og vildi sýna honum sem mest vin- arhót. Þegar Sigfús fór, fylgdi Andri hon- um þangað, er Sigfús tók sér náttstað. Ur þessum ferðalögum með Sigfúsi kom hann oft ekki aftur, fyrr en langt var liðið á kvöld eða jafnvel komin nótt. Nú bar svo við eitt sinn, seint að kveldi á hæ drengsins, að rúða var brotin í skennnu, er var í frammihúsi. Tæp eins metra hæð var af hlaðinu upp í skemmu- gluggann, en innan við gluggann var hefil- bekkur. Enginn vissi, hver valdur væri að rúðubrotinu. Ný rúða var sett í gluggann, en nokkru seinna var sú rúða brotin, þegar fólk kom á fætur að morgni. Og oftar var rúða þessi brotin, þegar allt fólk var í bað- stofu að kveldi eða nóttu. Voru heimilis- menn undrandi yfir þessu rúðubroti, en fóru nú að gefa því gætur, að þetta bar jafn- an við að kveldi þess dags eða um nóttina á eftir, er Sigfús Sigfússon hafði farið af bænum. Var nú farið að gruna Andra, enda sönnuðust loks á hann rúðubrotin. Þegar hann kom úr þessum ferðalögum sínum frá því að fylgja Sigfúsi, búið var að loka aðal- bæjardyrum og aðrar dyr hvergi opnar á bænum til þess að komast inn um, braut hann eina skemmugluggarúðuna (jafnan þá sömu) með framlöppunum og stökk síðan inn um gatið. Drengurinn hafði þann starfa á vorin, eft- ir að tún fór að spretta, að vaka yfir því. Oft þótti honum þá einmanalegt, sérstak- lega á lágnættinu, en jafnan fylgdi þá Andri honum, hvert sem hann veik sér. Og fyrsta verk þeirra á hverju kvöldi var að reka vel frá íúninu. Það var eitt vorkvöld. Þeir drengurinn og Andri voru búnir að reka svo vel frá túninu, að drengurinn taldi, að ekki myndu neinar skepnur sækja í það fyrr en um sólarupp- komu. Fólkið á bænum var allt sofandi inni í baðslofu. Hafði það sofnað fegið hvíld- inni eftir erfiði dagsins. Sólin var fyrir nokkru gengin til viðai', skýjaslæða huldi himininn. Fuglakliðurinn var þagnaður. Fiðrildin, sem flögruðu kvölds og morgna, létu ekki á sér bæra. Kindur og hestar voru hætt að rása og lögzt í högunum og tóku sér miðnættisblund sinn. Kýrnar sváfu á bás- um sínum í fjósinu. Og kötturinn og hund- arnir, aðrir en Andri, sváfu einhvers staðar inni í bæ. Rökkurró var yfir allri náttúr- unni. Hún svaf eins og fólkið í bænum. Allt og allir sváfu nema ungi varðmaðurinn og hundurinn hans. Ekkert hljóð rauf nætur- þögnina nema hinn svæfandi niður fjalla- lækjanna. Það var logn, svefn í lofti sem á landi. Drengurinn og hundurinn stóðu úti á hlaði, og þeir vissu báðir, að þeir urðu að hrista af sér svefntötra lágnættisins og neita sér um þá miklu nautn að mega hverfa inn í draumaheima. Þeir stóðu á hlaðinu hlið við hlið, tveir vinir, tengdir allsterkunx böixdum, þótt þeir væru ekki jafnlangt konxnir í þróunarstiga lífsins, þar sem aixix- ar var maður, eix liinn aðeiixs huixdur. Huixd- urinn mun hafa unað hag sínum vel, þótt hann yrði að vaka. Hamx naut þess að vera með sínum bezta vini, drottni sínunx og eig- anda, sem hamx elskaði og dáði, og vildi uppfylla hverja hans ósk, sem liaixn skildi. En drengurinn hálfkveið lágnættinu og 1- hugaði, hvernig hann gæti bezt varizt leið-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.