Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 15
N. Kv. ANDRA SAGA 7 indum og svefndrunga. Ætti hann að setj- ast inn í stofu, sem var við hliðina á skemm- unni í frammihusinu, og fara að lesa ein- hverja Islendingasögu? En þær var hann allar búinn að lesa og marglesa sumar og kveið nú þeim tíma, þegar hann væri svo oft búinn að lesa þær, að hann kynni þær og færi þá að hætta að njóta lesturs þeirra. Sennilega myndi hann syfja í svefndrukkn- um bænum, ef hann settist inn í stofu. Eða átti hann að fara að bera af túninu? Enn voru á því allmargar afrakshrúgur, en það var kalt að krafsa í grasinu og afrakinu um lágnættið, enda döggfall á jörðinni. Eða átti hann finna upp einhvern leik fyrir þá Andra? En honum hugkvæmdist ekki neitt. Hann hafði aldrei sofnað á verði. Honum skyldi heldur ekki verða það á í nótt. Hann varð að vaka og þreyja, þar til sólin stigi upp fyrir sjóndeildarhringinn, en liann vissi, að þá var möru næturinnar af létt. Allt í einu rofnaði næturkyrrðin. Hófa- tak barst að eyrum félaganna á hlaðinu. beir litu við, og ríðandi maður þeysti í blaðið. Hann stökk af baki, glaður og reif- ur, og heilsaði drengnum með kossi. Dreng- urinn fann vínlykt af manninum og sá, að bann var „góðglaður“. Hann þekkti mann- inn vel, þeir voru náfrændur. Maður þessi var fyrir fáum árum kominn frá Ameríku, þar sem hann hafði dvalizt um nokkur ár. Hrengurinn vissi, að maðurinn var bezti ná- ungi og kunni frá mörgu að segja. Hann bafði séð Indíána og Svertingja og hafði °ft sagt drengnum margar ævintýralegar súgur úr hinum mikla Vesturheimi. „Við ^nkum hestinn þinn og heftum hann fyrir ut- an tún,“ sagði drengurinn við Ameríkufar- a,1n, „síðan gerir þú svo vel að koma inn í stofu með mér. Og skelfing þætti mér vænt llrn, ef þú vildir nú vaka með mér í nótt. Og þegar þú ert búinn að fá morgnnkaffið, þá getur þú farið að leggja þig og sofa.“ „Al- veg sjálfsagt, góði,“ sagði Ameríkufarinn og klappaði drengnum mjög vingjarnlega á öxlina, en Andri dinglaði skottinu og horfði vinalega á manninn. Þeir tóku síðan reið- tygin af hestinum og heftu hann utan túns. Að því húnu settust þeir inn í stofu, en Andri lagðist fram á lappir sínar á gólfinu og gaut augunum íil skiptis með velþókkn- um á drenginn og Ameríkufarann. Þeir drengurinn og Ameríkufarinn hófu nú fjör- ugar samræður. Ameríkufarinn dró upp úr vasa sínum þriggja pela brennivínsflösku nærri því fulla. Hann saup á henni við og við, svo að gleði hans dvínaði ekki, en ekki bauð hann drengnum bragð, enda vissi hann, að drengurinn myndi ekki þiggja það. Lágnættið leið fljótt. Sólin var komin upp, og skýjaslæða himinsins smáeyddist. Oðru hverju hlupu þeir út, drengurinn og Andri, til þess að gæta að, hvort skepnur nálguðust túnið. Ef þær gerðust nærgöngul- ar, fjarlægði Andri þær með gelti og gaura- gangi. En þess á milli skröfuðu þeir saman, Ameríkufarinn og drengurinn. „Hefur -þú nokkurn tíma séð drukkinn hund?“ spurði drengurinn. En þótt Ame- ríkufarinn hefði séð margt um dagana, þá hafði hann samt aldrei séð drukkinn hund. „Hvernig ætli Andri yrði, ef honum væri gefið brennivín?“ sagði drengurinn. „Það væri nógu gaman að prófa það,“ sagði Ame- ríkufarinn. „Viltu þá vera svo góður að gefa honum brennivín?“ sagði drengurinn. „Al- veg sjálfsagt,“ sagði Ameríkufarinn, „en þú verður að ná í ílát, svo að hann geti lapið það úr því.“ Drengurinn brá við og fór inn í eldhús bæjarins, sem byggt var á gamla vísu úr torfi og grjóti. Þar stóð pottur á bekk. I honum var grautur, sem soðinn hafði verið handa hundunum, svokallaður hundagrautur. Á gólfinu, sem var moldar-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.