Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Qupperneq 17
N. Kv. William Irish: Sjónarvottur Skáldsaga. Guðmundur Frímann þýddi. I. Drengurinn var tólf ára og hét Buddy. Raunar var hann ekki skírður Buddy, held- ur Charlie, en hann var kallaður Buddy. Hann var lítill eftir aldri. Og veröldin, sem hann lifði í var lílca lítil. Eða réttara sagt: önnur veröld hans var lítil, því að hann lifði í tveim veröldum samtímis. Önn- ur þeirra var lítil, grá og þröng —, aðeins tvö fátækleg herbergi í bakhlið sex hæða leigukumbalda við Holtgötu. Þau voru kæf- andi heit á sumrum en ísköld á vetrum. Að- eins tvær fullorðnar manneskjur voru í þeirri veröld; pahbi hans og mamma. Og svo nokkrir jafnaldrar hans, sem hann þekkti úr skólanum og af leikvangi götunn- ar. Hin veröld Buddys var án allra tak- marka, endalaus. Þar gat hann aðhafst það, sem honum sýndist, ferðast og flækst eins og hugurinn kaus. Galdurinn var ekki ann- ar en sá, að sitja lcyrr og láta hugann reika. Huganum þurfti hann að beina að vissu marki, þá gat hann hina ótrúlegustu hluti. Hann hafði oft reynt þetta. En hann var hætlur að segja nokkrum frá því. Reynslan hafði kennt honum, að bezt væri að njóta einn dvalarinnar í þessari veröld óra og í- myndunar. Það hét svo, að hann væri orðinn °f stór til að dreyma slíka dagdrauma, sjá slíkar sýnir. Foreldrar hans snupruðu hann eg sögðu hann skrökva. Pabbi hans hafði orðið öskuvondur síðast þegar hann sagði þeim frá reynslu sinni. „Eg skal lúberja þig, ef þú heldur áfram þessum þvættingi,“ hafði hann sagt. „Þetta er nú það, sem hann hefur upp úr bíóferðunum á hverju laugardagskvöldi,“ sagði móðirin. „Eg hef sagt honum, að hann fái ekki að fara oftar.“ Og nú var nóttin komin á ný. Það var lík- ast því, að hún væri úr sjóðandi biki. Hún klesstist við allan líkama hans. Júlímánuð- ur var heitur hvar sem var í landinu, en í Holtgötu var hann sannkallaður vítiseldur. Hann reyndi að sofna —, reyndi aftur og aftur, en ekkert dugði. Sængurfötin voru heit og blaut, rennandi blaut. Pabbi var ekki heima. Hann var á næturvakt eins og hann var vanur. Herbergin tvö voru eins og bakarofnar með fullri kyndingu. Um síðir tók Buddy koddann sinn með sér og klifr- aði út um gluggann, út á pallristina kring- um brunastigann. Hann varð að reyna þar. Það var eklci í fyrsta skipti, sem hann íók til þessa ráðs. Hann hafði oft reynt þetta áður. Hann gat ekki dottið út af ristinni, því að handriðið var um hana á alla vegu. Auðvitað gat maður hrapað niður ef ólán- ið var með. En það hafði aldrei komið fyr- ir hann. Hann læsti öðrum handleggnum um einn járnrimilinn til þess að hann ylti síður út af í svefninum. Nei, ekki gekk það vel. Það var jafn ó-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.