Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 23
N. Kv. SJÓNARVOTTUR 15 aði hann og síðan lágt marr í stigarimun- um. Buddy þrýsti sér upp að veggnum og lét sem minnst á sér bera. Nú sá liann hvernig hvítt teppið tók að þokast hægt og hægt upp stigann unz það hvarf sjónum. Þá heyrði liann, að hún hvíslaði um leið og hún kom að glugganum aftur: „Er þetta ekki einkennilegt? Það er ekki minnsta gola og þó hefir það fokið niður! Hvernig getur staðið á þessu?“ Aftur marraði í glugganum þegar hún lokaði honum. Síðan varð steinhljóð. Buddy varð svo máttvana, að hann gat ekki gengið að rúminu sínu. Hann skreið á höndum og fótum. Hann breiddi sængina upp fyrir höfuð, þó að honum fyndist óbærilega heitt fyrir stundu, þá lá nú við borð, að hann hríð- skylfi eins og komið væri fram í nóvember. Það leið á löngu þangað til skjálftann lægði. Öðru hvoru gat hann heyrt hreyf- ingar þeirra hjúanna uppi á efri hæðinni. Hann gat heyrt til þeirra gegnum sængina og allt, sem á milli var. Og í hvert skipti, sem honum datt í hug það, sem þau höfðu fyrir stafni, byrjaði hann að skjálfa á ný. Umgangurinn efra hélt áfrarn enn góða stund. Svo varð allt hljótt. Og þetta óhugn- anlega hljóð heyrðist ekki lengur. Þrátt fyrir skjálftann varð Buddy í einu svita- baði. Rúmfötin voru rennvot. Uoks heyrði hann að dyr voru opnaðar handan við vegginn. Einhver fór niður. Framhjá hans eigin dyrum. EitthvaÖ rakst í vegginn, en aðeins einu sinni. Ef til vill var það ferðakistan. Hann tók til að skjálfa á ný. Hann sofnaði ekki blund það sem eftir var næturinnar. Löngu síðar, eftir að bjart var orðið, heyrði hann einhvern koma og ganga hljóðlega upp stigann. Nú rakst ekk- ert í vegginn. Dyr voru opnaðar uppi á hæðinni og þeim lokað aftur. Það var það síðasta, sem hann heyrði að ofan. Skönnnu síðar fór mamma hans á fætur í hinu herberginu. Hann heyrði glamur í diskum og hún kallaði til hans, að nú skyldi hann fara að klæða sig. Buddy tíndi eins og í leiðslu á sig spjar- irnar og staulaðist inn til mömmu sinnar. Hún sneri sér við og leit á hann. „En hvað þú ert ræfilslegur, Buddy minn,“ sagði hún. „Ertu eitthvað lasinn?“ Hann vildi eklci segja mömmu sinni frá því sem gerzt hafði, heldur pabba sínum. Faðir hans kom heim úr vinnunni nokkru síðar og settist að vanda við matboröið. Buddy settist á rnóti honum við borðið. Þeir tóku báðir til snæðings. Buddy beið þangað til mamma hans fór út úr herberginu einhverra erinda. Þá hvísl- aði hann: „Pabbi, það er dálítið, sem ég þarf að segja þér.“ „Og hvað er nú það, drengur minn?“ mælti faðirinn brosandi. „Það er karl og kona, sem búa hérna á hæðinni fyrir ofan okkur . . . . “ „Það veit eg vel,“ svaraði faðirinn og fékk sér aftur á diskinn. „Er nokkuð við því að segja? Eg hef séð þau hérna í stig- anum. Eg held að þau heiti Scanton eða Hanton, eða eitthvað líkt því. Buddy flutti stólinn sinn nær, laut að föður sínum og hvíslaði: „En pabbi, í nótt myrtu þau mann þarna uppi og svo hlutuÖu þau líkið í sundur og settu það í ferðakistur.“ Faðirinn hætti að tyggja. Svo lagði hann bæði hníf og gaffal frá sér. Hann sneri sér hægt að Buddy. Andartak hélt Buddy, að faðir sinn hefði orðið hræddur eins og hann sjálfur hafði orðið, en svo sá hann að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.