Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 31
N.Kv. SJÓNARVOTTUR 23 annað ekki. Þær voru einu sinni ekki nýj- ar. A þeim voru leifar af gömlum hótelmið- um. Eg á bágt með að trúa því, að fólk í þeirra stöðu eigi fjórar ferðakistur. Og ó- líklegt finnst mér þótt svo væri, að þau hefðu troðið líkinu niður í betri kisturnar. Ennfremur get ég upplýst að þau eiga beðj- ur af dagblöðum, sennilega hálfsmánaðar samsafn. Hvað áttu þau að nota til að þerra upp allt blóðið? Pentudúka, eða hvað?“ Hann sveiflaði hendinni eins og bann hefði í hyggju að löðrunga Buddy. Félagi hans greip um hönd hans. Hann hló. „Vertu ekki með neinar æfingar hér.“ Ross rauk á dyr og skellti hurðinni á eft- ir sér. Sá, sem eftir varð sendi boð eftir öðrum lögregluþjóni. Sá var einkennisklæddur. Andartak hélt Buddy, að nú ætti að iaka sig fastan og leizt ekki á blikuna. „Hvar sagðist þú eiga heima? Það er bezt að þú fylgir honum heim, Lyons.“ „Ekki að framhlið hússins,“ sagði Bud- dy óttasleginn. Eg vil fara sömu leið og eg kom.“ „Eg vil að þú komizt örugglega heim án þess að gera fleiri strákapör í dag.“ Og maðurinn við skrifborðið gaf til kynna, að hann vildi vera hæði laus við Buddy og sög- ur hans. Buddy vissi, að ekki þýddi að óhlýðnast lögreglunni. Mótþrói við hana var eitt af því allra hættulegasta, sem hægt var að taka sér fyrir hendur. Hann hélt því af stað með lögregluþjóninum nokkurnveginn ótilneydd- ur. En ekki var risið hátt á honum, þegar hann fór út úr dyrunum. Þeir gengu inn í húsið heima hjá honum og upp stigann. Strákurinn hans Carmody sá hann gegnum dyragættina og hrópaði til systur sinnar: „Þeir hafa íekið Buddy fastan!“ „Nei, það hafa þeir ekki,“ reyndi hann að andmæla. „Þeir létu bara fylgja mér heim.“ Þeir námu staðar við hans eigin dyr. „Er það hérna, drengur minn?“ Það fór hrollur um Buddy. Nú mundi hann fá fyrir ferðina! Lögregluþjónninn drap að dyrum. Móð- irin kom til dyra, ekki faðirinn. Hún hlaut að koma of seint í vinnuna úr því hún var ekki farin enn. Hún náfölnaði andartak. Lögregluþjónninn hneigði sig kurteis- lega. „Þér þurfið ekkert að óttast, frú. Hann kom bara til okkar á stöðina með æði bragð- mikla skröksögu, svo að við töldum ráðleg- ast að sjá honum fyrir fylgd heim aftur.“ „Buddy!“ lnópaði móðirin upp yfir sig óttaslegin. „Fórstu með þenna þvætting í ]ögregluna?“ „Bregður hann þessu oft fyrir sig?“ spurði lögregluþjónninn. „Sýknt og heilagt, sýknt og heilagt! En aldrei fyrr líkt þessu.“ „Já, einmitt! Er hann þá heldur að versna? þá væri sennilega bezt að tala við lækni. Eða ef til vill yfirkennarann í skól- anum.“ Það brakaði lítilsháttar í stiganum. Frú Kellermann hafði numið staðar í honum miðjum. Hún var á leið niður. Hún mændi á þau forvitnislega. Svipurinn var rólegur og kaldur. Lögregluþjónninn leit ekki einu sinni við. „Það er bezt fyrir mig að halda af stað,“ sagði hann og greip hendinni upp að húfu- skyggninu. Hann hneigði sig fyrir móður Buddys um leið og hann fór. Buddy var viti sínu fjær af ótta. „Komdu inn, mamma, flýttu þér!“ hvísl- aði hann. „Komdu inn áður en hún sér okk-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.