Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 33
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 25 Hann heyrði ekkert af því, sem hún sagði. Hugurinn var algjörlega lamaður. „Nú hefur þú sagt þeim það!“ kjökraði hann aftur og aftur. „Nú munu þau ofsækja mig héðan í frá!“ Hann heyrði, að hún fór til vinnu sinnar. Hann var aleinn eftir í molluheitri stof- unni. Ekkert hljóð heyrðist, nema hroturn- ar í föður hans í næsta herbergi. Framhald. Charles Nordhoff og James Norman Hall: Pitcairn-eyjan Halldór Ólafsson þýddi. Fyrsti kafli Dag nokkurn í lok desembermánaðar ár- ið 1789 helti sólin geislflóði sínu yfir San Roque, austasta odda meginlands Suður- Ameríku. Oðfluga báruat sólargeislarnir vestur á bóginn, þúsundir mílna á klukku- stund. Þeir lýstu upp skógi vaxna bakka Amozonfljótsins og snæviþakta iinda Andes- fjallanna. Skömmu síðar ljómaði dagur yfir strönd Perú og færðist yfir hið víðáttu- mikla og einmanalega haf. Á þessari bláu auðn, sást ekkert segl eða land, fyrr en dagur ljómaði yfir Páskaeyj- unni, þar sem minnismerki hins gamla kon- ungs Rapa Nuis heldur vörð á ströndinni. Klukkustund leið og dagsbirtan færðist ennþá þúsundir mílna í vesturátt, að af- skekktri klettaeyju, sem reis upp úr hafinu, með freyðandi brimgarð umhverfis sig. Á tveimur tímunr hefði verið hægt að róa á báti í kringum þessa litlu eyju. Hér og þar sáust pálmatré og í dölurn eyjarinnar óx fjölbreyttur jurtagróður. Á einum stað steyptist foss útúr berginu beint niður í bafið. í þessum litla heimi í auðn Kyrra- bafsins ríkti friður, fegurð og órjúfandi kyrrð. Hið dökka fólk, sem einu sinni hafði búið þar, var dáið út fyrir löngu. Rústir mustera þess voru vaxnar mosa, og guða- myndirnar á klettastöllunum voru varp- stöðvar sjófugla. I austurátt var heiðskírt og þegar sólin hækkaði á lofti, flaug hver fuglahópurinn á fætur öðrum upp frá náttstað sínum á ströndinni. Ófleygir ungarnir lágu í hreiðr- unum og biðu eftir því að móðirin kæmi heim aftur. Þeir ýmist móktu eða böðuðu út vængjunum og nutu sólarhitans. Þessi nýrunni dagur var eins og milljónir annarra liðinna daga — en langt í austri, út við sjóndeildarhringinn nálgaðist skip, •— eina skipið, sem var á ferð á þessum eyðilegu slóðum. Fyrir tveimur árum hafði Bounty, eitt af skipum hans hátignar Bretakonungs, látið úr höfn frá Sjrithead á leið íil eyjarinnar Tahiti. Erindi þess var óvenjulegt. Á þess- ari fjarlægu eyju átti að safna þúsundum af brauðaldintrjáplöntum og flytja þær til brezkra gróðurekra í Vestur-Indlandi, þar sem vonazt var eftir, að þær gætu orðið ódýr fæðutegund fyrir þræla. Þegar erindi skips-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.