Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 40
32 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. hróp heyrðust frá þeim, þar sem þeir stóðu við öldustokkinn. Þegar komið var á lygnari sjó, var dýpið mælt. Reyndist það að vera 30 faðmar, þegar nyrzti oddi eyjarinnar var ennþá í hálfrar mílu fjarlægð. Christian hagaði seglunum þannig, að þeir gátu siglt suð- austur með ströndinni. Vindinn hafði lægt þegar þeir komu á móts við nyrðri oddann. Skipið skreið nú hægt áfram fyrir hægum vindi, sem barst ofan af landinu. Ströndin, sem var aðeins spölkorn í burtu, reis þver- hníft í 200 metra hæð og þar yfir, og það var varla nokkur maður um borð, sem ekki lét undrun sína í ljós við þá sýn, er nú blasti við augum. Milli fjallanna að vestan og norðan opnaðist lítill dalur, umluktur á þrjá vegu af fjallaásum og iindum. Þarna voru margar ekrur af skógivöxnu landi í skjóli fyrir öllum áttum, nema norðan- áttinni. Hafið var kyrrt. Áður en klukkustund var liðin voru segl feld og Bounty varpaði akkerum á 20 faðma dýpi, í vík, þar sem útlit var fyrir að mögulegt væri að komast á báti í land og klifra upp hamrana. Christian stóð á afturþilfarinu og sneri sér að fyrsta stýrimanni, Young. •— Eg held við fáum ekki betri lendingu en hérna, þó að við höfum ekki rannsakað suðurströnd- ina. Eg tek þrjá blökkumenn með mér og athuga þetta nánar. Haltu þér frá strönd- inni, ef veður skyldi breytast. Við erum einfærir. Lítill bátur var settur á flot. Christian settist í skutinn, en Tatahiti og tveir landar hans settust undir árar. Þeir reru frá skip- inu. Um leið og þeir fóru fram hjá yzta oddanum við víkina, sáu þeir gróðurríkan dal, þar sem gömul og stór tré íeygðu sig upp úr burkna- og blómabreiðum. Vafnings- viður og pandarstré voru tærð af sædrifinu ýy'V: '■], ,'vA ,A og blómstur þeirra gáfu frá sér þægilegan ylm. Litlu síðar reru þeir fyrir yzta odd- ann, sem var þverhníptur niður í sjó. Þegar þeir komu lengra vestur, sá Christian grunna vík. Bárurnar brotnuðu þar með miklurn gný á mjórri sandræmu undir klettunum, sem virtust í fljótu bragði ókleyfir. Stórir hópar sjófugla flugu upp af björgunum, svo hátt uppi, að garg þeirra heyrðist varla í gegnum brimgnýinn. — Þetta er óárennilegur staður, sagði Tetahiti, þegar báturinn lyfti sér upp á báru og ströndin sást varla fyrir særokinu. Enginn maður getur klifrað upp þeséa kletta. — Haldið áfram, skipaði Christian. Við slculum athuga hvað við sjáum, ef við för- um lengra. Suðurströnd eyjarinnar var einnig girt hömrum, sem virtust enn verri íil uppgöngu en þeir, sem voru við víkina. Inn í vestur- ströndina skarst lítill vogur, þar sem hægt hefði verið að lenda báti í rólegu veðri. Þegar þeir höfðu róið umhverfis eyna, var Christian það ljóst, að víkin, þar sem skipið lá fyrir akkerum, var bezti lendingarstaður- inn. Sólin var að síga til viðar, þegar hann kom aftur í borð um Bounty. Hann skipaði strax að létta akkerum, og síðan sigldu þeir frá eynni til þess að vera úti á rúmsjó um nóttina. Annar kafli I dagrenningu morguninn eftir, var eyjan fyrir norðan þá í þriggja sjómílna fjarlægð. Með því að sigla beitivind kom- ust þeir aftur til eyjarinnar, og sigldu fyrh' yz'a odda hennar um klukkan sjö. Um hálfa mílu í norðvesturátt sást víkin, þai' sem Bounty hafði legið daginn áður. Þegar þangað kom vörpuðu þeir akkerum á 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.