Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Síða 46
38 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. — Hversu víðáttumikil álítið þið að eyj- an sé? — Hún getur ekki verið meira en tvær mílur á lengd, ef hún þá er það, og um það bil ein míla á breidd. — Hvað álítur þú Will? — Já, eg hugsa að það láti nærri því, svaraði garðyrkjumaðurinn. — Það er ágætt að við skildum finna brauðaldintré hérna. En þó var heppni að við skulum hafa meðferðis nokkur minni tré, það eru afbrigði, sem eg hef ekki séð hér, minnsta kosti hef eg ekki rekizt á þau í morgun. — Hafið þið fundið nokkur merki þess að menn hafi verið hér áður? Satt að segja hef eg ekkert hugsað um það, svaraði Brown. — Þér eigið þó ekki við hvíta menn, lierra Christian? spurði Smith. — Nei. Eg er viss um að við erum þeir fyrstu, sem nokkru sinni höfum stigið hér á land, en Maimiti álítur að menn af henn- ar kynþætti hafi einhvern tíma byggt þessa eyju. — Ef svo er hlýtur að vera mjög langt síðan. — Við höfum ekkert séð, sem bend- ir til þess. Christian sneri sér nú að Minarii og á- varpaði hann á hans eigin máli: Heldur þú, að það geti verið að hér hafi verið byggð áður? -—- Já, svaraði hann rólega. Það hefur verið byggð hér á þessum stað, sem við nú erum. Bæði bananytrén og brauðaldintrén hafa verið gróðursett hér. Maimiti leit á Christian. — Jæja, sagði eg þér ekki að þetta hefði verið svona? Christian brosti góðlátlega. -— Eg ber mikla virðingu fyrir dómgreind þinni, Mi- narii, sagði hann. En í þessu tilfelli er eg viss um að þér skjátlast. — Áður en við komum hingað hafa aðeins sjófuglarnir hafzt hér við. Minarii stakk hendinni niður í vasann á mittisskýlunni og dró upp litla haglega gerða steinöxi. — Heldur þú að sjófugl- arnir hafi komið með þetta? spurði hann. Það var orðið áliðið dags, þegar þau komu um borð í skipið. Sjómennirnir spurðu Smith og Brown spjörunum úr um hvað þeir höfðu séð í landi. Christian fór beina leið niður í káetu sína og borðaði aleinn um kvöldið. Um sól- setur kom hann upp á þiljur. Nokkra stund gekk hann þegjandi fram og aftur um þil- farið. Allt í einu nam hann staðar fyrir framan Young, sem stóð við öldustokkinn og horfði á eyna, sem geislar kvöldsólar- innar léku um. — Við skulum kalla þetta Bounty-fló- ann, herra Young, nema að þér hafið betri uppástungu. -— Mér dettur í hug að kenna þennan stað við yður, herra. Christian hristi höfuðið. — Eg vil ekki að mitt nafn sé sett í samband við nokkuð hér, sagði hann. — Ekki einu sinni hinn minnsta hlut fyrir utan ströndina. — Seg- ið mér, bætti hann við, hvernig er yður inn- anbrjósts nú, þegar við höfurn fundið þessa eyju? — Þó að við hefðum leitað um allt Kyrrahafið hugsa eg, að við hefðum engan betri stað fundið. — Það er engin höfn til hér, hélt Christ- ian áfram. •— Þessi staður, sem við liggj' um á, er sá bezti. En þér hljótið að sjá, að hér ge’ur ekkert skip legið í austan eða norðan stormi. Gerið yður ljóst, að verði su ákvörðun tekin að setjast hér að, er ferð oklcar lokið. — Auðvitað, svaraði Young stillilega.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.