Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 53

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Side 53
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 45 aðeins snerti þær. Eftir nokkrar sekúndur var það laust aftur. En síðasta stundin var komin. Skipið tók niðri á tveimur klöpp- um, sem voru um það bil fjóra faðma hvor frá annari. Augnabliki síðar rann það upp á klöpp. Það lyftist upp að framan og seig síðan þungt niður á klöppina. Skipið tók nú niðri bæði aftan og fram- an, en er alda reið undir það þokaðist það nokkuð áfram. Á næsta augnabliki lyftist það upp 2—3 fet að framan og sat fast. Oldurnar brutu á því, svo að löðrið gekk yfir þilfarið, en fengu ekki þokað því úr stað. Engan tíma mátti missa, því nú reið á að bjarga sem mestu að hægt var úr skip- inu. Klöppin, sem skipið stóð á, var um það bil 40 metra frá landi í skjóli við suð- austur-strönd flóans. Tveir kaðlar voru festir við framstafn skipsins, og róið í land og bundnir við tré á ströndinni. Skipið stóð nær því rétt en hallaðist þó örlítið á stjórnborða. Christian, sem var þess fullviss, að hann hafði rennt skipinu á land á þeim bezta stað, sem völ var á, skipaði nú ölhtm til starfa við að flytja í land allt nothæft úr því. Næstu viku höfðu allir nóg að gera. Siglutrén voru feld og flutt í land, þar sem átti að saga þau niður og byggja úr þeim hús. Flestir karlmennirnir unnu um borð í skipinu og konurnar, sem voru ágætlega sjmdar, bjálpuðu til að fleyta timbrinu í gegnum brimgarðinn. Fjöruborðið, þar sem þeir lentu, var svo lítið, að miklum erfið- leikum var bundið að bjarga timbrinu und- an sjónum. Allir voru á einu máli um það, að verkinu þyrfti að hraða, eins og hægt v*ri, og unnu kappsamlega. Sem betur fór var hin breytta vindstaða ekki fyrirboði óveðurs. Veðrið var kyrrt og lítið brim við ströndina. Að lokum var svo komið að megnið af því, sem nothæft var úr skipinu var komið á land. Þegar verkinu var nær því lokið, tóku allir sér eins dags hvíld og í fyrsta skipið síðan Bounty fór frá Englandi, var enginn maður um borð í skipinu. Nógur fiskur hafði verið veiddur um morguninn, og úr honum ásamt ferskum ávöxtum, sem blökkumennirnir höfðu safn- að, var tilreidd betri máltíð en skipshöfnin hafði nokkurn tímann fengið, síðan hún fór frá Tahiti. Aldrei áður hafði öll skipshöfn- in setið sameiginlega að snæðingi, en það var eins og einhver drungi hvíldi yfir öll- um. Christian og Young reyndu að lífga þá upp, en það bar engan árangur, svo að allir borðuðu þegjandi. Samkvæmt venju Tahiti- búa byrjuðu konurnar ekki að borða fyrr en karlmennirnir höfðu matast. Þegar karl- mennirnir voru orðnir mettir stóðu þeir upp og lögðust til hvíldar í forsælunni. Nokkrir þeirra sofnuðu, en aðrir röbbuðu saman um heima og geima. Síðari hluta dags fóru þeir Martin, Mills og Mc Coy, sem hingað til höfðu séð lítið af eynni, í rannsóknarferð undir leiðsögn Alexanders Smith. Með erfiðismunum ruddu þeir sér leið gegnum skógarþykknið og komust að lokum niður í botn dalsins. Það leið góð stund þar til þeir komust upp á ásinn, þar sem þeir höfðu útsýn yfir vesturhluta eyj- arinnar. Andvarinn var svalandi þar uppi, svo að þeir komu sér fyrir í forsælu á stað, þar sem grænt landið blasti við sjónum þeirra. Ekkert hljóð heyrðist nema andar- dráttur þeirra og þyturinn í trjánum fyrir ofan þá. Mills horfði þungur á brún á skógar- kjarrið fyrir neðan þá. — Þetta er þá staðurinn, sem Christian

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.