Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Page 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Page 56
48 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. okkur ljóst, að við megum þakka guði fyrir — að það er ekki minna. Eg gæti þegið að fá minn skammt núna á stundinni. — Hvað munduð þið segja við því, fé- lagar, að fá að hálfri stundu liðinni vín, sem er betra en þessi venjulegi skammtur? spurði Martin. Mc Coy leit snöggt við. — Hvað segir þú Isaac? Hvaðan getum við fengið það, þegar rommið er í tjaldi Christians? — Þið viljið vitanlega fá romm, spurði Martin og brosti ertnislega. Þið kærið ykkur auðvitað ekki um koniak? Og þar að auki reglulega gott gamalt koníak. — Hvers konar þvættingur er þetta, mað- ur, kvað við í Mills. — Þarftu endilega að tala undir rós. Það er ekkert koniak í birgð- um skipsins. — Hef ég sagt að það væri í birgðunum? — Þegiðu Isaac. Nema þú hafir stolið því úr meðalaskápnum. — Það hef eg ekki gert. Eg skal segja ykkur hvernig þessu er varið félagar, hélt hann áfram, liallaði sér fram og lagði oln- bogana á hnén. Fyrir nokkrum dögum, þeg- ar við vorum að taka birgðirnar úr káet- unni, fann eg átta flöskur af koníaki undir hvílu Tréfótar gamla. Þær lágu þar í lérefts- poka. Svo hugsaði ég með mér. Fyrst þú fannst þær, þá hlýtur þú líka að eiga þær, Isaac Martin. Þær voru ekki í birgðum skipsins og voru því eign þess, sem fann þær, — og eg faldi þær, og eftir að við vorum komnir í land, fann eg ágætan felu- stað fyrir þær. En eg vil ekki fara á bak við ykkur með þetta. Það munið þið viður- kenna, þar sem eg hef sagt ykkur frá þessu, þó að eg væri ekki neyddur til þess. — Það er satt. Guð blessi þig, sagði Mc Coy. — Ef eg hefði fundið þær, efast cg um, að eg hefði verið svona eðallyndur. Eg hefði sennilega drukkið allt sjálfur. — Það hefðir þú gert Will, sagði Mills. — Þú hefur marga kosti, en að skipta því sem heitir áfengi er ekki einn þeirra. Hvar er koníakið, Isaac? Við gengum fram hjá staðnum á leið- inni hingað; hann er nokkurn spöl frá hús- unum. Við getum fundið einhvern stað þar, sem vel fer um okkur og drukkið þar, án þess að hinir viti nokkuð um það. Hvað segir þú um það Alex? Á eg að telja það með birgðum skipsins. — Það er engin ástæða til þess, greip Mc Coy fram í. Framh. Til kanpenda ogr úlsiölnmaiiiia! Vegna ýmissa orsaka hefur útgáfa þessa árg. N. Kv. dregist meira en að venju. Enn hefur útgáfukostnaður stigið um 16%, og þar sem kaupendum hefur ekki fjölgað, verður að hækka verð þessa árg. í kr. 40,00. En jafnframt verður árg. stœkkaður um tvœr arkir, svo að verðhækkun ritsins nemur ekki því, er út- gáfukostnaður hefur aukist. Eg vil leyfa mér að skora á alla útsölumenn og velunnara N. Kv., að útvega nýja kaupendur, svo að útgáfa ritsins beri sig fjárhagslega. Með kveðju. ÞORSTEINN M. JÓNSSON.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.