Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 12

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 12
10 Fólkifi fer aö þvaðra ura okkur, ef við sjáumst úti ein saman.“ .Auðvitab,* svaraði Turiddu, »þú ætlar svo sem að eiga ha«n Alflo, sem á fjóra asna í húsi, svo það er rjettast að gefa ekki ástæðu til þvættings! Hún mamma mín, auminginn, neyddist til að selja eina asnann sinn, þann brúna, og vínekruna sína þarna niður frá, meðan jeg var í hernum. — Já, þú hefur auðvitað gleymt gömlu dögunum, þegar við skemmtum okkur svo vel og töluðum saman úr gluggunum yflr garðinn, og þú gafst, mjer vasaldútinn — þú manst #ptir honum; sá hefur nú drukkið söltu tárin mín, þarna, langar leiðir fjarri, þar sem enginn þekkir þorpið okkar svo mikið sem að nafni. En það er nú liðið, allt — alit saman liðið!'1 Lola giftist flutningsmanninum sínum og á sunnu’ dögum stóð hún á danspallinum og sýndi á sjer hend* urnar með gullhringunum, sem maðurinn hennar hafði gefið henni. Turiddu gekk um göturnar með pípuna í munn- inum og hendumar i vösunum, hann reyndi að kæia sig kollóttan og gefa stúlkunum auga, en með sjálfum sjer var hann ergilegur yfir öllu gullinu, sem maður Loiu átti, og sárgramur henni, sem ljet eins og hún þekkti hann ekki þegar þau mættust,. „Bíddu við, — dækjan þín!“ urraði hann. Gegnt Alfio bjó Cola; haun átti vínekrur og pen' inga eins og sand, eptir því sem í almæli var, og svo átti hann ógifta dóttur heima. Turiddu kom sjer í vinnu hjá Cola, rápaði út og inn um húsið og gerði að gamni sinu við l.úlkuna.

x

Vetrarbrautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.