Vetrarbrautin - 01.01.1907, Blaðsíða 36
34
„Þetta hef jeg gjört,“ sagði Sambi. — „Hann iifir
líklega ekki lengur en svo, að hann man eptir mjer, þó
jeg hafi ekki lengi verið hjá honum!“
Þeir fjelagar hjeJdu nú áfram að innra múrvegg
fangelsisgarðsins.
Úti fyrir var niðamyrkur.
í fjarlægð heyrðist fótatak najturvarðarins og glarar'
ið í vopnum hans. — Fyrir utan múrinn, sem þeir fjelagar
voru við, var enginn næturvörður.
Sambi t.ók nú sterkt snæri úr vasa sínum og batt
því um hæla, sem harn hafði rekið i múrinn um kvöldið
án þess á bæri, og þannig komust fangarnir allir yfir
garðinn heilir á húfi.
„Við eigum eno þá ófarið yfir hinn garðinn,"
sagði Sambi, „en þar heí jeg sett stiga, sem við munura
geta notað."
Svertinginn fór fyrstur upp og ofan stigana, en
þeir fjeJagar á eptir.
Svo námu þeir staðar, hvíldu sig og hlustuðu í
svip, en ekkert hljóð heyrðist.
Að fám mínútum liðnum voru þeir á stræti staddir.
„Hvert skal nú halda ? “ sagði Tómas.
„Tafarlaustí vestu' !" svaraði gimsteina'smygillinn,
„þangað sem Botokuterni böa. — Þar getum við um
alla eilífð faJið okkur fyrir hermönnum Jóhanns konungs. “
„Betur að fjandinn sækti þá alla! — Eigum við
allir að flýja saman?“
„Já, auðvitað! Og Sambi?“
„Jeg fer til Botokuternilandsins. Jeg þekki þar*
ónumdu flákana með fögru frumskógunum þar sem all
staðar úir og grúir af dýrum og árnar eru tullar af